Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 42
42
F J Á R M Á L
breytingu væri sú að sáralítil eða
engin viðskipti hefðu átt sér stað
með hlutabréf í Síldarvinnslunni
og því væri í raun ekki ríkur til-
gangur með því að hafa fyrirtækið
skráð á markaði.
Fá sjávarútvegsfyrirtæki eftir
Þessi ákvörðun stjórnenda Síldar-
vinnslunnar þurfti kannski ekki
að koma á óvart í ljósi þess sem
undan hafði gengið. Á undan-
förnum mánuðum hafa sjávarút-
vegsfyrirtækin eitt af öðru farið
úr Kauphöllinni, enda telja
stjórnendur fyrirtækjanna að
hagsmunum þeirra sé jafnvel bet-
ur borgið utan hennar en innan.
Þau fyrirtæki sem þegar eru
farin út úr Kauphöllinni eru:
Eskja, Fiskiðjusamlag Húsavíkur,
Hraðfrystihúsið Gunnvör, Loðnu-
vinnslan, Skagstrendingur, Út-
gerðarfélag Akureyringa, Þor-
björn Fiskanes, Haraldur Böðv-
arsson og SR-Mjöl. Tvö síðast-
nefndu félögin hafa sameinast
öðrum fyrirtækjum. HB var um
tíma hluti af Brimi, nú hluti af
sameinuðu fyrirtæki HB Granda
hf., og SR-Mjöl sameinaðist Síld-
arvinnslunni.
Þrjú fyrirtæki eru á útleið úr
Kauphöllinni; Síldarvinnslan,
eins og að framan greinir, Guð-
mundur Runólfsson og Hrað-
frystistöð Þórshafnar. Eftir verða
þá í Kauphöllinni HB Grandi hf.,
Samherji, Tangi, Vinnslustöðin
og Þormóður rammi-Sæberg. Þá
má ekki gleyma því að sjávarút-
vegstengd fyrirtæki eru fleiri í
Kauphöllinni; Bakkavör, SÍF, og
SH.
Lítil viðskipti eru
helsta skýringin
Af samtölum við sérfræðinga í
fjármálageiranum má ráða að
ólíklegt sé að hlutabréfamarkað-
urinn muni í heildina skaðast á
afskráningu margra sjávarútvegs-
fyrirtækja úr Kauphöllinni. Skað-
inn sé fyrst og fremst sá að mark-
aðurinn verði ekki eins fjölbreytt-
ur þegar ein atvinnugrein, í þessu
tilfelli sjávarútvegurinn, dragi sig
að stórum hluta út af honum.
En hver skyldi meginskýringin
vera á þessari þróun? Atli Rafn
Björnsson segir líklegustu skýr-
inguna vera litla veltu með bréf
sjávarútvegsfyrirtækja. „Áhugi
fjárfesta hefur minnkað í kjölfar
lakari afkomu í greininni.
Lægri vextir og betri aðgangur
að fjármagni hefur svo auðveldað
stjórnendum og hluthöfum fyrir-
tækjanna að festa kaup á þeim,
eins og nokkur dæmi eru um.“
Atli Rafn Björnsson segir jafn-
framt að það hafi ekki þurft að
koma á óvart að Síldarvinnslan
hafi ákveðið að draga sig út úr
Kauphöllinni. ,,Það verður að
hafa í huga að viðskipti með bréf
í fyrirtækinu hafa verið lítil og
það hefur að stærstum hluta verið
í eigu fárra aðila. Það kann að
hafa dregið úr áhuga annarra fjár-
festa á kaupum á hlutabréfum í
félaginu auk þess sem afkoman
hefur versnað.“
Áhugaleysi á
sjávarútveginum?
Rifja má upp að Björgólfur Jó-
hannsson, forstjóri Síldarvinnsl-
unnar, orðaði það svo í ræðu sinni
á aðalfundi Síldarvinnslunnar um
mánaðamótin apríl-maí að um-
fjöllun greiningadeilda og ann-
arra aðili sem fjalli um afkomu
fyrirtækja í sjávarútvegi beri
keim af áhugaleysi á sjávarútvegi
og mikið sé gert úr óviðunandi
afkomu í greininni. „Þrátt fyrir
gríðarlega hagræðingu á undan-
förnum árum, með tilheyrandi
áhrifum á ýmsar byggðir í land-
inu, er álit þeirra aðila sem teljast
hafa vit á málunum að afkoma
fyrirtækja í greininni sé óviðun-
andi. Þetta kemur berlega í ljós í
verði hlutabréfa sjávarútvegsfyrir-
tækja í Kauphöll Íslands sem hef-
ur lækkað á meðan önnur fyrir-
tæki, sérstaklega bankar og lyfja-
fyrirtæki, hafa hækkað gríðar-
lega,“ sagði Björgólfur.