Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 47

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 47
47 H O R F T U M Ö X L Þegar maður sest niður ein- hversstaðar á sjávarbakka og horfir út á hafið, koma oft upp í hugann frásagnir gömlu trillukarlanna sem réru á grunn- mið fyrr á árum og voru án alls þess mikla tækjabúnaðar sem menn eiga að venjast í dag. Ég hef reyndar aldrei upplifað frá- sagnir hinna „eldgömlu“ sem réru með handaflinu einu sam- an.... og þó, handaflið var óspart notað hjá þeim körlum sem ég umgekkst sem strákur. Þessir karlar höfðu gaman af að segja stráklingum sögur, bæði til fróðleiks en örugglega einnig til að monta sig aðeins og ganga í augun á strákunum. Og það tókst þeim svo sannarlega, því þegar sögunum lauk urðu þessir menn sannar hetjur, hraustir og sterkir og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þessir menn voru sönn náttúrubörn, með ríka eðl- isávísun og tilfinningu fyrir um- hverfinu og ég er handviss um að marga hefur dreymt fyrir því hvert skyldi halda í róður dag- inn eftir. Engin fiskileitartæki, engin staðsetningartæki, aðeins gamall „kompás“ sem flaut á einhvern dulafullan hátt í hrör- legum trékassa inni í stýrishúsi. Fastheldni Mikil hjátrú og, að því að mér fannst stundum, sérviska fylgdi sjómennskunni og gerir eflaust enn þann dag í dag. Á mínum bernskuslóðum, á Borgarfirði eystra, tíðkaðist það að setja trill- urnar á land þegar vetur gekk í garð, enda ekki hafnaraðstaða til að mæta ágangi norðaustanáttar- innar. Þetta var talsvert fyrirtæki. Það þurfti að draga bátana langa leið eftir að þeir voru komnir á þurrt og tryggja þurfti að þeir væru á öruggum stað yfir vetur- inn. Það var síðan ekki alltaf sama hvaða vikudag bátarnir voru sjó- settir á vorin, því þá gilti gamla þulan „mánudagur til mæðu“ o.s.frv. Hjá sumum kom ekki til greina að byrja sjósókn að vori fyrr en seinnipart viku og þá voru laugardagar eða sunnudagar vin- sælastir. Ég bar alltaf virðingu fyrir þessari fastheldni, þó mér fyndist hún stundum tefja fyrir og gera hlutina kannski örlítið erfiðari. Í nöp við þokuna Hvort hjátrú réði því eða eitthvað annað, þá virtist sumum þessara gömlu manna illa við að róa í þoku. Kannski ósköp skiljanlegt að þeim væri í nöp við þokuna, með gamla „kompásinn“ einan að vopni og frumstæðan þokulúður sem hljómaði hálf draugalega þegar vart sást lengra en yfir borðstokkinn. Þokan gat skollið á fyrirvaralaust og þá var eins gott að hafa það á hreinu hvar bátur- inn var staddur, því eina tækið til að stýra eftir var miðið á „komp- ásnum“. En áralöng reynsla og þekking á umhverfinu varð alltaf til þess að bátnum var stýrt á ná- kvæmlega réttan stað við landið. Leyndardómar fiskimiðanna Faðir minn var einn þessara gömlu manna og þegar ég fór sjálfur að skreppa í róðra með honum, sá ég fljótt hver meining- in á bakvið orðið „mið“ var. Fiski- mið voru nefnd þessu nafni vegna þess að karlarnir áttu sína veiði- staði sem þeir miðuðu við ákveð- in kennileiti í landi. Allt voru þetta afmörkuð svæði sem öll höfðu að geyma einhverja dular- fulla leyndardóma um fiskigengd sem mér var hreint ómögulegt að skilja. Og greinilegt var að það var ekki verið að stoppa bátinn „bara einhversstaðar“ heldur var þetta allt gert samkvæmt ein- hverjum gömlum vísindum sem ég skildi hvorki upp né niður í. Sterkbyggðir hrammar Fyrir þessa menn hlýtur dýptar- mælirinn að hafa verið mikil bylting, þegar þeir gátu séð fiski- torfur í lóðningunum sem nálin í dýptarmælinum rispaði eins og Höfundur greinar- innar er Ágúst Ólafsson, starfs- maður Athygli ehf. á Austurlandi. Ágúst er fæddur og uppalinn á Borgar- firði eystra. „Gömlu mennirnir“ Á handfæraveiðum á grunnslóð sunnan Borgarfjarðar eystra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.