Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 21
21
K Í T Ó S A N
Siglufirði en þróunarstöð í
Reykjavík. Heildarfjöldi starfs-
manna á báðum stöðum er 22.
Eigendur Primex eru Þormóður
rammi-Sæberg, Pharmaco, Ocean
Nutricion í Kanada, Samherji og
Nýsköpunarsjóður.
Vel staðsett á Sigló
„Staðsetning þessarar verksmiðju
á Siglufirði er mjög góð með til-
liti til hráefnisöflunarinnar, sem
fellur að stærstum hluta til á
Mið-Norðurlandi. Rekjanleiki
framleiðsluvara hefur aukið vægi
og í því sambandi er mikilvægt
fyrir okkur að hafa sterk tengsl
við rækjuverksmiðju Þormóðs
ramma hér á Siglufirði,“ segir
Haukur.
Á síðasta ári tók Primex við um
tólf þúsund tonnum af blautri
rækjuskel og gera má ráð fyrir að
umfangið verði svipað í ár. „Það
má segja að framleiðsla okkar hafi
takmarkast af því magni sem við
höfum getað selt. Ef allt gengur
upp með þessum kaupum okkar í
Bandaríkjunum, horfum við til
þess að auka framleiðsluna enn
frekar. Við höfum byggt upp
okkar vörumerki og vonumst til
þess að þessi kaup komi til með
að opna möguleika á því að fara
með okkar vörur inn á markaði í
Bandaríkjunum.
Á mikla möguleika
Haukur Ómarsson telur að Pri-
mex hafi mikla möguleika í fram-
tíðinni. „Það sem Primex hefur
en samkeppnisaðlar okkar í Asíu
ekki er rekjanleiki afurðanna,
fullkomin verksmiðja og mikil
þekking innan fyrirtækisins. Á
þessa þætti munum við leggja
áherslu til þess að tryggja stöðu
okkar á þróaðri mörkuðum, eins
og til dæmis í lyfjaiðnaðinum.
Þar tel ég að okkar tækifæri liggi
ekki síst.“
Rækjuiðnaðurinn hefur sem
kunnugt átt í vök að verjast, enda
afurðaverð snarlækkað á undan-
förnum misserum og árum.
Haukur segir að enn sem komið
er hafi þessir erfiðleikar ekki
þrengt möguleika Primex til hrá-
efnisöflunar. Rækjuverksmiðjum
hafi vissulega fækkað, en á móti
hafi nokkur fyrirtæki í þessum
iðnaði verið að stækka. Ef til
komi sé mögulegt að leita eftir
hráefni frá t.d. Noregi og Græn-
landi.
Hér er verið að losa prótein úr rækjuskelinni.