Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 14
14 M Á L M S M Í Ð I sem hann notaði síðan í tvígang áður en hann sneri sér aftur að eldri tækni,“ segir Róbert. Frumkvöðullinn lærði í Dan- mörku og Noregi En hverfum þá um stund tæpa öld til baka. Forsvarsmenn Gramsverslunar á Þingeyri höfðu samið við Guð- mund J. Sigurðsson um að læra þar járnsmíði gegn því að hann yrði styrktur til utanfarar í eitt ár til að læra vélsmíði og vinna að því loknu um tíma hjá Gramsverslun. Úr varð að Guð- mundur fór utan og var um fjórt- án mánaða skeið í Danmörku og Noregi - á árunum 1906-1907. Guðmundur starfaði sem lærling- ur í skipasmíðastöð, járnsteypu- og vélaverksmiðjum auk þess sem hann sótti tíma í teikningu. Stofnuð í janúar 1913 Áður en Guðmundur sneri heim til Þingeyrar keypti hann fótstig- inn rennibekk, handsnúna borvél, skrúfstykki og handverkfæri. Eft- ir að heim var komið hélt Guð- mundur áfram að starfa hjá sínum gamla lærimeistara á Þingeyri, Bjarna Guðbrandi Jónssyni, og starfaði með honum allt til ársins 1913, en 13. janúar það ár setti Guðmundur á stofn Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðarsonar & co. hf. í samstarfi við Gramsversl- un. Einn af frumkvöðlunum Óhikað má fullyrða að Guð- mundur hafi verið einn af frum- kvöðlum alhliða vélsmiðjurekst- urs á Íslandi. Síðar kom sonur hans, Matthías, að rekstri vél- smiðjunnar, en hann lærði iðn- nám við vélsmiðjuna á Þingeyri og fór síðan til náms í Reykjavík og loks í véltækninám til Odense í Danmörku. Þegar heim var komið, árið 1937, tók Matthías upp þráðinn þar sem frá var horf- ið í vélsmiðju föður síns á Þing- eyri og starfaði þar um áratuga- skeið. Landsþekkt smiðja Í samantekt Stefáns Atla Ást- valdssonar um vélsmiðjuna á Þingeyri er það orðað svo að und- ir stjórn þeirra feðga, Guðmundar og Matthíasar, hafi vélsmiðjan verið landþekkt fyrir góða og vandaða þjónustu. Um 1920 var sett upp málmsteypa við vél- smiðjuna. Settur var upp svokall- aður „kuppelofn“ með miklum tilkostnaði. Ofninn var aðeins notaður við tvær steypur, því í ljós kom að útilokað var að reka slíkan ofn. Farið var þá út í að nota grafítdeiglur sem kynntu undir með olíubrennara og er sá búnaður enn í notkun. Vélsmiðjan á Þingeyri hafði nokkra sérstöðu vegna málm- steypunnar, en að öðru leyti átti hún margt sameiginlegt með öðr- um vélsmiðjum á landsbyggð- inni. Þessi starfsemi vélsmiðjanna var gríðarlega mikilvægur þáttur í uppbyggingu vélbátaútgerðar á Íslandi og einnig nýttu útgerðir erlendra fiskiskipa á Íslandsmið- um sér þjónustu vélsmiðjanna. Vélsmiðjan hafði mikla þýðingu fyrir atvinnulífið á Þingeyri og sjávarútveginn í heild sinni, enda þróaði smiðjan í samvinnu við sjómenn búnað, t.d. línuspil. Málmsteypan Með málmsteypunni voru fram- leiddir varahlutir fyrir vélbátaút- gerðina og síðan var farið út í fjöldaframleiðslu á spilum í bát- ana, línuspil, drgnótarspil, tog- Kristján Gunnarsson á skrifstofu vélsmiðjunnar. Þarna er forláta ritvél, sem hefur að geyma bæði há- og lágstafi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.