Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 38

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 38
38 F I S K I M J Ö L Fiskimjöl er mikilvægt í fóðri dýra og er það t.d. mikið notað sem fóður í fiskeldi og í svína- og alifuglarækt. Alþjóðleg samtök fiskimjölsframleiðenda (IFFO) leggja mikla áherslu á fóðrunar- rannsóknir, enda sýna þær yfir- burði fiskimjöls í fóðri dýra hvað varðar vöxt, viðgang og afurða- framleiðslu. Fóðrunartilraunir eru hins vegar dýrar í framkvæmd og æskilegt væri að einföld efnamæl- ing gæti sagt til um gæði fiski- mjöls. Gæði fiskimjöls stjórnast að verulegu leiti af gæðum hrá- efnisins, sem eru talsvert rannsök- uð, sem og magn og gæði próteinsins í mjölinu. Þáttur fit- unnar í gæðum fiskimjöls hefur lengi verið þekktur, þannig hafa ómega-3 fitusýrur mikið næring- argildi og því er mjög mikilvægt að varðveita fituna gagnvart skemmdum af völdum þránunar. Þrátt fyrir þetta er engin af þeim gæðamælingum sem tíðkast fyrir fiskimjöl byggð á mælingum á gæðum fitunnar samkvæmt sam- antekt IFFO1, þó svo það sé ekk- ert álitamál að þránun dregur út gæðum fiskimjölsins og myndefni þránunar hvarfast við önnur næringarefni, eins og prótein, vítamín o.fl. og draga því úr næringargildi2, 3. Tekið hefur verið á gæðamálum í fiskimjölsiðnaði á undanförnum árum. Tækjakosturinn hefur þró- ast úr eldþurrkurum í loft- og gufuþurrkara og vaxandi athygli er nú beint að stöðugleika hráefn- is til fiskimjölsgerðar og stöðug- leika mjölsins sem afurðar. Á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) hafa verið framkvæmdar nokkrar smærri tilraunir til að rannsaka gæði mjölfitu. Má þar nefna athuganir á fitusýrusam- setningu mjölfitu eftir mismun- andi þurrkaðferðum4 og stöðug- leikapróf með mælingum á súr- efnisupptöku með Warburg- mæli5. Ennfremur hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á fóðrunargildi loðnumjöls6, eink- um með tilliti til hráefnisgæða. Fyrir nokkrum árum var gerð rannsókn á vegum Rf og SR- mjöls hf. á stöðugleika loðnu- mjöls7. Verkefnið snérist einkum um að afla upplýsinga varðandi stöðugleika loðnumjöls og hvort náttúrulegir þráahindrar/þráa- hvatar væru til staðar í mjölinu. Árstíðabreytingar í loðnu og loðnumjöli voru þar kortlagðar, svo og áhrif mjölvinnslu á magn þráahindra og þráahvata. Einn ófyrirséður óvissuþáttur kom fram í rannsókninni, en það var einmitt mat á þránun í mjöli. Niðurstöður voru að sumu leyti misvísandi, en vandinn er að ekki er til staðar nein almennt viður- kennd mæliaðferð sem segir til um með óyggjandi hætti hvort fiskimjöl hefur skemmst af völd- um þránunar. Þránun fitu eða oxun gerist með radíkala-hvarf- gangi, sem er í raun þríþætt efna- ferli með kveikju, útbreiðsu og lokum. Lítið þarf til þess að koma af stað (kveikja) þránun í svo fjölómettaðri fitu sem er í fiski, en ýmiskonar vinnsla og geymsla getur stuðlað að kveikju þránun- ar. Útbreiðsla þránunar einkenn- ist af súrefnisupptöku og myndun fyrstastigs myndefna eins og hydróperoxíða sem eru óstöðug, þannig að í kjölfar þeirra myndast rokgjörn, annarsstigs myndefni eins og aldehýð. Síðast í ferlinu myndast brún litarefni og fjöllið- ur, sem eru þriðjastigs myndefni, en myndun þeirra tengist hvarfi fyrsta- og annarsstigs myndefna við prótein. Nýlega er lokið verkefni sem unnið var að á Rf í samvinnu við SR-mjöl, en verkefnið hafði m.a. þann tilgang að finna aðgengilega mæliaðferð til þess að ákvarða stöðugleika fiskimjöls gagnvart efnabreytingum af völdum þrán- unar. Fyrri rannsókn sýndi að hefðbundnar þránunarmælingar sem mæla fyrsta- og annarsstigs myndefni þránunar gefa takmark- aðar upplýsingar um gæði loðnu- mjöls. Í þessu verkefni var því lögð áhersla á að mæla þriðja stigs myndefni þránunar í fiski- mjöli með það að markmiði að finna mælingu sem nýta má sem gæðamælingu fyrir fiskimjöl. Höfundur þessarar greinar er Margrét Bragadóttir, MS- matvælafræðingur á umhverfis- og gæðadeild Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Sér- svið Margrétar er rannsóknir á lýsi og fiskimjöli. Margrét Margrét Bragadóttir: Stöðugleiki fiskimjöls Mynd 1. Gulur litur (b*) á fiskimjöli, mældur fyrir og eftir geymslu við 10°C með litarmæli. Hver súla stendur fyrir meðaltal (n = 3) ± staðalfrávik af fiskimjöli. aL = loðnumjöl, S = síldarmjöl, K = kolmunnamjöl. Mynd 2. Breytingar í lit (heildarlitarbreyting- _E*ab) á fiskimjöli, mældar með litarmæli fyrir og eftir geymslu við 10°C. Hver súla stendur fyrir meðal- tal (n = 3) ± staðalfrávik af fiskimjöli. aL = loðnumjöl, S = síldarmjöl, K = kolmunnamjöl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.