Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 5
Fiskeríið hérna er algjört ævintýri „Síðan við komum að sunnan árið 2003 hefur fiskeríið hérna verið algjört ævintýri. Við sækjum ekki langt, það má segja að stímið á miðin taki hálftíma til þrjú korter. Það liggur við að það sé alveg sama hvar borið er niður, það er allsstaðar fiskur. Það segir sína sögu að einn kollegi okkar á Siglufirði fór út með 9 bala línu núna seinnipartinn í apríl og fékk 3,7 tonn - sem sagt 400 kíló á hvern bala,“ segir Reynir Karlsson, smábátasjómaður á Siglufirði. Smábátaútgerðin skiptir byggðirnar miklu máli „Í dag erum við líklega að veiða um það bil helmingi minna af þorski en áður var og það segir sig sjálft að þá gengur útgerð rándýrra togara tæplega upp. Við þessar kringumstæður verður að stunda útgerðina með hagkvæmari hætti, til dæmis smábátum sem eru að verða æ betri sjóskip. Útgerð þeirra skiptir byggðirnar miklu og ég get nefnt sem dæmi að á sínum tíma markaði sparisjóðurinn í Bolungarvík þá stefnu að veðja á þessa útgerð í lánveitingum sínum,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismað- ur, m.a. í viðtali við Ægi. SMS-skilaboð út á sjó Fiskmarkaður Íslands hóf um síðustu áramót starfrækslu kvótamiðlunar. Meðal þeirra nýjunga sem fyrirtækið hefur tekið í sína þjónustu er að senda SMS-skila- boð til smábátasjómanna þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um stöðu kvótamarkaðarins á hverjum tíma. „Með þessum hætti ná skilaboðin skjótar til manna og viðbrögðin koma fyrr,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson, forstöðumaður kvótamiðlunar Fiskmarkaðar Íslands. Mikill vöxtur á stuttum tíma „Það hefur orðið gríðarlegur vöxtur hjá okkur á undanförnum árum. Þegar við byrjuðum fyrir um sex árum voru að fara um tvö þúsund tonn í gegn hjá okkur, en núna erum við að vinna um tíu þúsund tonn. Af þessu sést hve umfangið hefur aukist gríðarlega mikið á stuttum tíma,“ segir Sabahudin Dagur Dervic, framkvæmdastjóri Slægingarþjónustunnar ehf. í Ólafsvík, m.a. í samtali við Ægi. Í róðri með Mána ÁR „Mér sýnist þetta verða búið hjá okkur fyrstu dagana í maí. Ég er búinn með kvótann, leigukvótinn sem ég fiska út á þessa dagana er dýr og skila- verð á fiskmörkuðum er ekki hátt. Fyrir einu til tveimur árum voru menn að fá þetta 170 til 180 krónur fyrir kílóið af þorski, en að undanförnum höfum við ekki verið að fá nema þetta 140 til 150 krónur,“ segir Haukur skipstjóri á Mána ÁR, en Ægir brá sér í róður á Mána með Hauki og félög- um. Aukning ár frá ári „Síðustu ár hefur verið 20% aukning á hverju ári og ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að þessi aukning verði áfram. Í það minnsta eru fyrirframbókanir fleiri en nokkru sinni áður. Það þarf þó ekki endilega að þýða að þær skili sér allar þegar upp verður staðið. En almennt er ég mjög bjartsýn á framhaldið,“ segir Rannveig Grétarsdóttir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Á forsíðumyndinni er Júlíus Emilsson, skipverji á Mána ÁR-70. Myndina tók Sigurður Bogi Sævarsson í róðri með Mána í apríl 2005. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 22 17 27 20 29 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig ESAB allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti 5 36 aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.