Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 14
14 N Ý R B Á T U R Seigla ehf. hefur lokið við smíði Glettings NS 100, sem er bátur af gerðinni Seigur 1160. Báturinn er smíðaður fyrir út- gerðina Kára Borgar ehf. á Borgarfirði eystra, þaðan sem hann verður gerður út. Báturinn verður gerður út á krókaafla- marki og grásleppu. Glettingur er 14,9 brúttótonn (11,8 brúttórúmlestir) að stærð, 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður. Um er að ræða nýsmíði nr. 21 hjá Seiglu og er þessi bátur sambærilegur við Matthías SH, sem Seigla smíðaði fyrir nokkru, að því frátöldu að þessi bátur er ekki yfirbyggður eins og Matthí- as. Í bátnum er 650 hestafla Vol- vo-aðalvél og er mesti ganghraði 30 sjómílur á klukkustund. Lest- in rúmar tólf 660 lítra fiskikör. Í lúkar er góða aðstaða fyrir þrjá menn. Þar er ísskápur, örbylgju- ofn, keramikhelluborð og sjón- varp. Í stýrishúsi eru tæki frá R.Sigmundssyni en sjálfstýringin er frá Elcon. Samkvæmt upplýsingum Seiglu hafa JLH rafmagn ehf. og Rafnesti ehf. í samvinnu við Seiglu ehf. hannað rafkerfið í Glettingi, sem er nýjung á þessu sviði. Rafkerfið byggir á iðn- tölvukerfi tengt skjákerfi, sem er forritað eftir þörfum hverju sinni og einfaldar mjög allar lagnir. Hönnunin gerir einnig hefð- bundnar lagnir milli stýrishúss og vélar að mestu óþarfar. Kerf- inu má stýra hvort sem er frá stýrishúsi með snertiskjá, frá vélarrúmi með 12 rofa forritan- legu rofaborði eða frá dekki, með 3ja rofa forritanlegu rofaborði. Í kerfinu er sjálfvirkt viðvörun- arkerfi fyrir bruna og sjó og býð- ur upp á sjálfvirka lensivöktun. Allar breytingar á kerfinu, sem hefur verið tekið út og samþykkt af Siglingastofnun, eru mjög auð- veldar þar sem þeim er stýrt í gegnum tölvu. Sverrir Bergsson hjá Seiglu ehf. segir að þessi bátur sé stærsta týpan af þessari gerð báta frá Seiglu, en einnig sé töluverð spurn eftir minni bátum, nú þeg- ar sé búið að afhenda 10 og 12 tonna báta á þessu ári. Næg verk- efni eru í gangi, að sögn Sverris. Meðal annars nefnir hann að Seigla sé núna að smíða annan 1160 bát sem verði alveg yfir- byggður. Þessi bátur verður sýnd- ur á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust. „Það er nóg að gera hjá okkur, það væri ósann- gjarnt að kvarta,“ segir Sverrir og bætir við að hljóðið sé bærilega gott í smábátakörlunum. „Menn eru þó að kvarta undan fiskverð- inu og síðan er hátt gengi krón- unnar að stríða mönnum.“ Sverrir telur að núgildandi reglur um stærð smábáta hamli framþróun í greininni. Hann seg- ist trúa því að þessar reglur verði rýmkaðar þannig að leyft verði að smíða 25-30 tonna báta. Í slíka báta sé t.d. mun auðveldara að koma fyrir línubeitingarvélum og um leið geti farið vel um mann- skapinn um borð. Nýr bátur frá Seiglu fyrir útgerð á Borgarfirði eystra Glettingur NS-100 á fullri ferð. Mynd: Seigla. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.