Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 29

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 29
29 Í R Ó Ð R I Við sáum í bauju merkta Mán- anum og að henni var stefnt. Krókstjakinn var notaður til þess að kraka henni um borð og síðan var byrjað að draga. Fyrst kom færið, svo netadrekinn og loks netin, hvert á eftir öðru. Tíu í hverri trossu. Úrgreiðslugoggur og tíu puttar Á Mána ÁR 70, sem er sextán tonna bátur, eru þrír menn í áhöfn. Skipstjóri er útgerðarmað- urinn Haukur Jónsson á Eyrar- bakka, en með honum eru mágur hans, Sigurður Nilssen, og þriðji maðurinn er Júlíus Emilsson. Allt þaulvanir sjómenn og reyndar er áhöfnin öll býsna samstillt. Þannig hafa Haukur og Sigurður verið saman til sjós í átján ár og fjögur ár eru síðan Júlíus kom í hópinn, þá í stað annars sem verið hafði á Mánanum í réttan áratug. Því gengur hver maður býsna fumlaust að sínu verki og fáar spurningar vakna um hvernig standa beri að hlutum. Menn kunna þetta upp á tíu putta. Þegar spilið rúllar og byrjað er að draga netin skipta menn þannig með sér verkum að Hauk- ur skipstjóri stendur við borð- stokkinn og goggar fiskinn um leið og hann kemur upp á neta- borðið. Fiskurinn rúllar svo áfram í netunum í gegnum spilið og lengra fram á netaborðið þar sem Sigurður og Júlíus standa við, losa um fiskinn með úrgreiðslu- goggnum og setja síðan í körin. Júlíus stjórnar niðurleggjaranum sem dregur netin af borðinu aftur í skut, þar sem úr þeim greiðist Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Sjósókn smærri báta er stór þáttur í úrgerðarmynstrinu í Þorlákshöfn. Aflabrögð hafa verið góð á vertíðinni: Með Mánanum á Meitlahrauni Góður golþorskur. Júlíus Emilsson og Sigurður Nils- sen með vænan stórþorsk, en það eru ekki síst salt- fiskverkendur sem sækjast eftir að fá kaupa svona fisk til sinnar vinnslu. Það var stefnt út um klukkan sjö um morgun- inn og eftir hálftíma stím frá Þorlákshöfn vor- um við komnir á miðin. Það var rjómablíða þarna í morgunsárið og öldurnar voru ekki annað en sakleysislegar gárur sem bærðust taktfast og stefndu til strandar. Strákarnar stóðu aftur á dekki, klæddu sig í sjóstakkana og fóru í stígvél. Haukur skipstjóri stóð í brúnni og stillti stefnuna suður fyrir Hafnar- nesið þar sem netin lágu í sjó. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.