Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð TA L I Ð „Ég er fæddur og uppalinn í Sandgerði og þar kynntist maður öllu er lýtur að bátaútgerð og sjó- sókn. Faðir minn, Karl Einarsson, sem nú er kominn á eftirlaun, var skipstjóri og útgerðarmaður. Ég byrj- aði minn sjómannsferil í Sandgerði árið 1975 með pabba á bát sem hét Ari Einarsson GK-400. Þá var ég fimmtán ára gamall. Ég er einmitt núna um þess- ar mundir að hefja mitt þrítugasta ár til sjós. Ég held að á sínum tíma hafi ekkert annað komið til greina en að fara á sjóinn. Meira að segja fékk ég leyfi for- eldra minna til þess að hætta í skóla ef ég lofaði síðan að fara í Stýrimannaskólann. Við það loforð stóð ég tveimur árum síðar. Reyndar tók ég bara 30 tonna pungaprófið, en hafði ekki áhuga á frekara námi.“ Landlegur á Sigló Vorið 1977 seldi pabbi bátinn sinn og þá réð ég mig á Skagaröst, netabát frá Keflavík, sem var gerður út á humar. Eftir þá humarvertíð hét ég því að fara aldrei aftur á humar! Þetta var skelfileg vinna og mér fannst þetta ekki spennandi veiðiskapur. Sumarið 1978 hófst langskemmtilegasti kaflinn á mínum sjómennskuferli, þegar ég fór á loðnu. Ég fékk pláss á skipi frá Keflavík sem hét Gígja RE og var þar sumarið 1978, allt árið 1979 og til loka apríl 1980. Þetta var alvöru líf. Þarna var maður ungur að árum og naut hvers dags. Landlegurnar voru heldur ekki slæmar. Í einni slíkri kynntist ég konunni minni, Júlíu, á Siglufirði. Þá var það svo að ef vel veiddist þurftu skipin oft að bíða lengi eftir löndun. Það kom t.d. fyrir að við komum inn á föstudags- kvöldi og þurftum að bíða til mánudags eftir lönd- un. Hvað áttu þá ungir menn að gera? Auðvitað var farið í land og skundað í ríkið og síðan var gjarnan slegið upp balli á Sigló kvöld eftir kvöld. Þetta voru alvöru tímar, alveg ótrúlega skemmtilegt tímabil.“ Reynir Karlsson og Júlía Óladóttir gera út Júlíu SI-62 á Siglufirði: Gott að vera ekki háður stimpilklukku Reynir Karlsson og Júlía Óladóttir hafa byggt upp öfluga línuútgerð á Siglufirði, gera út 7,3 brúttórúmlesta bát, Júlíu SI-62. Reynir, sem er Sandgerðingur, man tímana tvenna í sjómennskunni, enda hefur hann verið óslitið á sjó í um þrjá áratugi. Þau hjónin settust niður með blaða- manni Ægis yfir kaffibolla og Reynir var fyrst beðinn að rifja upp æsk- una í Sandgerði. Júlía SI-62 á fullri ferð. Mynd: Steingrímur Kristinsson/Siglufirði. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.