Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 35
35 R A N N S Ó K N I R sem var búið til úr 50% standard og 50% LT-hágæða fiskimjöli. Samskonar niðurstaða fékkst þeg- ar vöxtur ST og SPES (50% Nor- SeaMink og 50% LT) var borinn saman en NSM fiskimjölið er í hærri gæðaflokki en standard mjölið. Í töflu 2 má sjá í hvaða tilvikum er um tölfræðilega marktækan mun á vexti að ræða. Þegar marktækni (_ = 0,05) vaxtar er skoðuð kemur í ljós að vöxtur fisks á HYPRO fóðrinu er meiri en í öðrum hópum, að SUP fóðrinu undanskildu. Vöxtur fisks á SUP fóðri er eingöngu mark- tækilega meiri en STST. Ekki var marktækur munur á vexti eftir því hvar kerin voru staðsett í rýminu, sem þýðir að ekki hafi verið marktækur munur á eldis- aðstæðum þar sem fóðrað var með mismunandi fóðurtegundum. Fóðrið var 9-9,6% feitt og er það minna en það sem þekkist í þorskfóðri í dag. Reynt var að hafa orkuinnihald fóðurgerða sem jafnast og var það í kringum 16MJ/kg. Ekki reyndist mark- tækur munur á lifrarstærð, hvorki milli kerja innan fóðurtegunda né milli fóðurtegunda. Lítill munur var á lifrarstærð í lok vaxtartímabils og virðist sem fiskurinn hafi náð eðlilegri lifrar- stærð miðað við fituinnihald fóð- urs en heildarlækkun lifrarhlut- falls var 3-4% á vaxtartímabilinu. Holdstuðull fisks sem fóðraður var með HYPRO, SUP og SPES reyndist svipaður og eru þessar niðurstöður í samræmi við gæði fiskimjölsins, þ.e. fiskimjöl af lakari gæðum gefur lægri hold- stuðul. Samantekt Markmið þessarar tilraunar var að athuga hvort hægt sé að lækka fóðurkostnað með því að nota aðra og ódýrari próteingjafa að hluta til í stað hágæðafiskimjöls. Vegna þess hversu verð fiskimjöls hefur verið hátt á undanförnum árum hafa fóðurframleiðendur leitað leiða til að leysa fiskimjöl af hólmi. Jurtaprótein eru t.d. notuð í fóður fyrir Atlantshafslax til þess að mæta lækkandi afurða- verði. Lægra fóðurverð mun hins vegar ekki skila sér í lækkun framleiðslukostnaðar ef vöxturinn og fóðurstuðull versnar til muna. Því er mikilvægt að framleiða gott fóður sem gefur góðan vöxt. Það sem kom skemmtilega á óvart í þessari tilraun var hversu vel fiskurinn tók mismunandi fóðurtegundunum og sérstaklega fóðrinu með sojamjölinu (HYPRO). Fiskur fóðraður með HYPRO fóðri var með marktækt meiri vöxt en hinar fóðurtegund- irnar, að SUP fóðrinu undan- skildu. Reiknað er með að unnt sé að lækka fóðurverð um 5% með þessum niðurstöðum og í þeim arðsemisútreikningum er gert ráð fyrir 76 kr/kg (HYPRO) fyrir fóðrið í töflu 2 vinstra megin, og 80 kr/kg (SUP) hægra megin. Framleiðslukostnaður með HYPRO fóðrinu er því um 7 kr/kg lægri á framleitt kíló af þorski. Nú nýverið gerðu MD Vélar ehf. og þýska stórfyrirtækið Mann- Hummel samning um að MD Vélar munu annast sölu á Mann- Hummel miðflótta- afls skilvindum á Ís- landi. Mann-Hummel býður breiða framleiðslulínu af miðflóttaafls skilvindum fyrir flestar stærðir dieselvéla. Hægt er að setja skilj- urnar upp utan á vélarnar eða tengja þær með fjaruppsetningu. Búnaðurinn tryggir aukna arð- semi vélanna vegna miðflótta- skiljunar á olíum. Miðflóttaaflið í skiljunum ræð- ur vel við að hreinsa föst efni úr smurolíum alveg niður í micron stærð. Greining á þeim óhrein- indum sem Mann-Hummel skil- vindan tekur til sín, sýnir ein- ingastærð minna en eitt micron, þar með talið fast sót frá bruna- ferli vélarinnar. Filman sem smurolían myndar til varnar slithlutum vélarinnar er með svipaða sameindastærð og þessi föstu efni. Séu þessi skað- legu efni ekki hreinsuð úr olíu- kerfinu valda þau ótímabæru sliti og minnkaðri endingu vélarinnar. Nokkrir af þeim kostum við það að nýta miðflóttaaflsskilvinduna eru þeir að smurolían helst hrein og endist mun lengur, aukin end- ing helstu slithluta sem leiðir af sér sparnað í viðhaldi og almenn- um rekstrarkostnaði. MD-vélar hafa umboð hér á landi fyrir Mann-Hummel miðflóttaafls skilvindur: Mikilvægt tæki í að lengja endingu véla aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.