Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 28
28 U M R Æ Ð A N Þorsteinn Már sagði að laun hér á landi væru hærri en í mörgum samkeppnislöndum okkar og fyr- irkomulag vinnutíma ósveigjan- legra. Í samkeppni á alþjóðlegum matvælamarkaði sagði hann ekki unnt að velta kostnaðarhækkun- um út í verðlagið. „Hvað er þá til ráða? Ég tel um tvo kosti að ræða í stöðunni. Annar er sá að mann- freka vinnslan hverfi að meira eða minna leyti úr landi, þangað sem vinnuafl er ódýrara og sveigjan- leikinn meiri. Um þetta eru mý- mörg dæmi, samanber Rússa- þorskinn, sem áður var unninn í Noregi en er nú allur unninn í Kína. Þá eru Danir að missa laxa- reykingu sína að hluta til Pól- lands, þar sem launin eru 25% af því sem þau eru í Danmörku - og svona mætti lengi telja. Hinn kosturinn er sá að ná forskoti með aukinni tæknivæðingu og hag- ræðingu í rekstri. Það er á því sviði sem ég tel að við Íslendingar eigum að beita okkur. Hér á landi ættu menn að fagna tæknifram- förum og ýta undir þær til að takast á við framtíðina. Stjórn- málamenn og aðrir verða að líta upp úr gamla farinu og velja hvort þeir vilji styðja við frum- vinnslu og lág laun, eða tækni- framfarir og hærra launastig. Í laxaiðnaðinum er ekki lengur tal- að um 3-8 þúsund tonna slátur- hús. Ef þjóna á neytendum með vörum á verði sem þeir eru til- búnir að greiða þarf að auka tæknivæðingu og lækka kostnað. Í dag eru því ekki byggð minni sláturhús en með 30-60 þúsunda tonna afkastagetu. Þetta er sá veruleiki sem við búum við. Mat- vælaverð hækkar ekki og hefur ekki hækkað undanfarin ár.“ Erfitt í fiskeldinu Þorsteinn Már sagði að fiskeldi væri víða vaxtarbroddur erlendis. Hann sagði að Samherji og fleiri félög hafi gert aðra atlögu að því að ná traustum tökum á fiskeldi á undanförnum árum, en árangur- inn hafi látið á sér standa. „Sam- herji mun þó reyna fiskeldið til þrautar. Ég tel fullvíst að ef atlag- an misheppnast nú muni líða að minnsta kosti önnur 20 ár áður en einhver treystir sér til að reyna í þriðja sinn. Þar með væru Ís- lendingar ekki lengur virkir þátt- takendur í fiskeldi,“ sagði Þor- steinn. Hann upplýsti að Odd- eyri, dótturfélag Samherja þar sem fiskeldi félagsins er vistað, hefði verið rekið með tæplega hálfs milljarðs króna tapi á síðasta ári. Helstu ástæður þessa mikla rekstrartaps voru mikið verðfall á mörkuðum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sterk staða ís- lensku krónunnar og áföll í fisk- eldinu sjálfu. Til að bregðast við þessu sagði Þorsteinn Már að ákveðið hefði verið að hætta land- eldi á laxi og draga úr laxeldi í sjó. Jafnframt verði gerðar til- raunir með bleikjueldi hjá Ís- landslaxi og lúðueldi hjá Silfur- stjörnunni. „Ennfremur er hafin tilraun með að að flytja íslensk laxaseiði til Færeyja og ala þau þar. Kannað verður hversu vel seiðin þola flutninga og hvernig vöxtur og viðgangur þeirra verður samanborið við færeysk laxaseiði. Ekki er ætlunin að taka þátt í eldi annarra tegunda til ársins 2007. Þangað til verður fylgst náið með þróun í eldi þorsks, með hugsan- lega aðild að þeirri grein í huga síðar.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja: Þurfum aukna tækni- væðingu og hagræðingu Í landvinnslu Sam- herja á Dalvík hefur verið lögð mikil áhersla á að auka tæknina og það hefur skilað miklum árangri í stórauk- inni framleiðni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, velti fyrir sér framtíð íslensks sjávarútvegs á aðalfundi félagsins í apríl. Hann sagði að um- ræðan um greinina hefði gjarnan snúist um fjölda starfa og menn hafi verið nokkuð hlekkjaðir í þeirri umræðu. „Svokölluð línuí- vilnun er gott dæmi um það. Þar eru menn beinlínis verðlaunaðir fyrir að taka upp alda- gömul vinnubrögð,“ sagði Þorsteinn Már. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.