Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 37

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 37
37 H VA L A S K O Ð U N en hitt sé þó mun algengara að þeir grípi bækling á hótelum eða öðrum fjölförnum ferðamanna- stöðum hér á landi og skelli sér í kjölfarið í hvalaskoðun. Bretar, Danir og Þjóðverjar segir Rann- veig að séu mest áberandi í hópi farþega Eldingar. Hins vegar seg- ist hún greinilega merkja að æ fleiri Íslendingar séu að uppgötva þessar ferðir, ekki síst sé áberandi að fyrirtækjahópar skelli sér í hvalaskoðun, að ekki sé talað um sjóstangaveiði, sem Elding býður upp á yfir sumarmánuðina. Eld- ing gerir út tvo báta, annar tekur 145 farþega en hinn 38. 20% aukning á ári „Síðustu ár hefur veið 20% aukn- ing á hverju ári og ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að þessi aukning verði áfram. Í það minnsta eru fyrirframbókanir fleiri en nokkru sinni áður. Það þarf þó ekki endilega að þýða að þær skili sér allar þegar upp verð- ur staðið. En almennt er ég mjög bjartsýn á framhaldið. Við höfum aflað okkur reynslu og þekkingar á þessu sviði og mér finnst æ fleiri Íslendingar átta sig á því að hér er um arðvænlegan útveg að ræða,“ segir Rannveig Grétars- dóttir. Hvalaskoðunarvertíðin hófst um páskana hjá Eldingu og er við það miðað að hún standi fram í október. Þetta fer þó allt eftir veðri, en nú þegar segir Rannveig að Eldingarmenn hafi flutt fjölda fólks í hvalaskoðun út á Faxaflóa, bæði fyrirtækjahópa og erlenda ferðamenn. Hvalaskoðunarvertíðin er jafn- an ívið skemmri á Húsavík, hún byrjar ekki fyrr en í maí og fjarar að mestu út undir lok september. Tæplega 2ja milljarða króna velta Ásbjörn Björgvinsson er auk þess að vera forstöðumaður Hvalamið- stöðvarinnar á Húsavík talsmaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Hann segir að Geir Oddsson, auðlindafræðingur, hafi gert út- tekt á efnahagslegu gildi hvala- skoðunar fyrir þjóðarbúið og sam- kvæmt henni séu beinar og óbeinar tekjur af greininni 1,9 milljarðar króna á árinu 2004. Ásbjörn segir að álykta verði að með hvalveiðum hafi stjórnvöld ákveðið að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni þegar horft sé til fjárhagslegs ávinnings ferðaþjón- ustunnar og tugmilljóna kostnað- ar ríkisins vegna hvalveiðanna. Margar hvalategundir „Framtíð hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi er björt svo fremi að hvalveiðum hér við land verði hætt,“ segir Ásbjörn. „Fjöldi hvala og fjölbreytileiki tegunda er hér meiri en víðast hvar annar- staðar í heiminum. Tegundir eins og steypireyður, hnúfubakar, há- hyrningar, hrefnur og höfrungar draga hingað sífellt fleiri ferða- menn. Líklega er hvergi í heimin- um meiri von um að sjá steypireyðar í hvalaskoðunarferð- um en út af Snæfellsnesi. Þessi staðreynd hefur vakið mikla at- hygli erlendis, enda telur steypireyðastofninn í heiminum aðeins nokkur þúsund dýr. Það er mitt mat að miðað við árangur hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi undanfarin 10 ár megi ætla að þessi atvinnugrein geti skilað miklu í framtíðinni. Eftirspurnin hefur verið í stöðugum vexti og fjölgun erlendra ferðamanna fyrir- sjáanleg. Við leggjum hins vegar áherslu á að hvalaskoðun og hval- veiðar geta ekki farið saman. Stjórnvöld verða að taka fullt til- lit til þessa vaxtarbroddar í ís- lenskri ferðaþjónustu,“ Einn besti hvalaskoðunarstaður heims Ásbjörn bendir á að erlendir vís- indamenn og hvalaskoðunarsér- fræðingar hafi ítrekað bent á að Ísland sé einn besti hvalaskoðun- arstaður í heimi. Ísland sé þegar þekkt meðal þeirra fjölmörgu ferðamanna sem stundi það að fara í hvalaskoðunarferðir, en á síðasta ári fóru um 9 milljónir ferðamanna í hvalaskoðunarferðir víðsvegar í heiminum. „Ég vil líka benda á,“ segir Ás- björn „jákvæða umfjöllun sem Ís- land hefur fengið í erlendum fjöl- miðlum vegna hvalaskoðunar. Fjölmargar erlendar sjónvarps- stöðvar, s.s. CNN, BBC, Discovery Channel, franska, þýska, sænska og ítalska ríkis- sjónvarpið hafa komið til landsins í þeim tilgangi einum að fjalla um hvali og hvalaskoðun. Verð- mæti þessarar umfjöllunar ásamt fjölmörgum ókeypis auglýsingum í Time og Fortune Magazine er í raun ómetnaleg og skipta vafa- laust milljónatugum ef slegið yrði á einhverja tölu,“ segir Ás- björn Björgvinsson. Unnið hefur verið að því að undanförnu að stækka húsnæði Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík og verður hin nýja sýning opnuð í sumar. Mynd: Hvalamiðstöðin á Húsavík. Á fjórða tug þúsunda farþega fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári. Mynd: Elding - hvalaskoðun. aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.