Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 41
41 R A F R Æ N S A M S K I P T I Jón Kristjánsson hjá Maritech, en það fyrirtæki smíðaði hugbún- aðinn í þetta kerfi, segir að tæknilega sé þetta dæmi ekki mjög flókið og í raun hafi það lengi verið því sem næst tilbúið. Það sem hins vegar vantaði upp á var að eitthvert framleiðslufyrir- tæki væri tilbúið að „hella sér“ í verkefnið. Brim var það fyrirtæki sem var loks tilbúið að prófa sig áfram í þessu kerfi og niðurstaðan er einstaklega jákvæð, að sögn Gunnars Larsen, sölu- og mark- aðsstjóra Brims. Hann segist klár- lega sjá það fyrir að pappírshrúg- an á sínu borði muni snarlega minnka í framtíðinni og vinnu- brögðin verði öll markvissari og öruggari. Rafbrim Í hartnær fjögur ár hefur SH þjónusta unnið að því að eiga öll viðskipti við framleiðendur sjáv- arafurða með rafrænum flutningi gagna á milli kerfa. Segja má að í framhaldinu hafi Kristján Hjalta- son, framkvæmdastjóri SH-þjón- ustu leitt aðila saman til samstarf um það sem nú hefur verið kallað „Rafbrim“. Undanfarna sex mán- uði hafa áðurnefnd fyrirtæki unn- ið að því að koma á rafrænum samskiptum á milli tölvukerfa fyrirtækja með viðskiptasamn- inga, vörureikninga og flutnings- upplýsingar. Í apríl lauk síðan verkefninu með innleiðslu á þess- ari lausn hjá Brimi á Akureyri. Í framhaldinu mun Brim eiga sambærileg samskipti við aðra kaupendur og þjónustuaðila og bæði SH þjónusta og Eimskip ætla að eiga sams konar samskipti við aðra framleiðendur í sjávarút- vegi. Maritech og Síminn munu bjóða lausnir sínar til annarra fyr- irtækja, bæði í sjávarútvegi og annarri starfsemi. Einstakt í heiminum Kristján Hjaltason segir að aldrei áður hafi fimm fyrirtæki náð sam- bærilegum árangri hér á landi á þessu sviði og þótt víðar væri leitað. Nú liggur fyrir lausn sem mun nýtast í sjávarútvegi sem og öðrum atvinnugreinum. Árangur í þessu verkefni hefur verið kynntur fyrir nokkrum félögum sem koma að rafrænum viðskipt- um og stöðlun þeirra, þ.e. Icepro, GS1 Ísland (áður EAN á Íslandi) og Staðlaráði. Kristján segir að þess sé vænst að önnur félög taki þátt í frekari vinnu í að staðla samskipti og útfæra frekari lausn- ir. Önnur fyrirtæki í sjávarútvegi geti nýtt sér niðurstöður verkefn- isins og þessi samskiptaleið verði notuð til að koma öðrum gögnum á milli kerfa, en sú vinna verði sett fljótlega af stað. Mikilvægi upplýsingatækni í viðskiptum með sjávarafurðir Það þarf ekki að hafa mörg orð um gildi greiðrar upplýsinga- miðlunar í sjávarútvegi á Íslandi. Áðurnefnd fyrirtæki höfðu það að Athyglisvert verkefni fimm fyrirtækja: Stórt skref stigið í rafrænum samskiptum í sjávarútvegi Rafræn samskipti í sjávarútvegi og almennt í atvinnulífinu er það sem koma skal. Það kom glögglega fram í máli forsvarsmanna nokkurra fyr- irtækja, sem kynntu verkefni á fundi með fréttamönnum á Akureyri, en verkefnið hefur miðað að því að koma á óslitnum rafrænum sam- skiptum á milli upplýsingakerfa Brims, Eimskips og SH-þjónustu með þátttöku Maritech og Símans. Fulltrúar þeirra fimm fyrirtækja sem komu að smíði og þróun „Rafbrims“. aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.