Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 12
12 F I S K I D A G U R I N N M I K L I skyldur í nær 40 húsum á Dalvík opnuðu hús sín og garða fyrir ókunnugu fólki í ár og gáfu því fiskisúpu sem hver gestgjafi bjó til eftir sínu höfði. Á mörgum stöðum skráðu á bilinu 300-600 gestir nöfn sín í gestabækur og þar sem mest var örtröðin, á Vegamótum, voru yfir 1.000 skráðir gestir í súpuveislunni. Aftur og aftur Það segir sína sögu að þeir sem koma einu sinni til Dal- víkur í tilefni Fiskidagsins mikla leggja mikið á sig til að koma aftur. Gestirnir koma líka gjarnan fyrr en áður til Dalvíkur eða dvelja aðeins lengur á tjaldstæðinu. Nokkur dæmi voru meira að segja um að fólk væri með fellihýsi á Akureyri um verslunarmanna- helgi, rúllaði síðan með þau til Dalvíkur og væri þar fram yfir Fiskidaginn eða skryppi jafnvel suður til að vinna og færi norður aftur í Fiskidags- fjörið. Dalvíkingar eru góðir heim að sækja og ekkert bendir til annars en að þeir opni dyr sínar að nýju að ári. Og hvernig sem viðrar á Norðurlandi sumarið 2007 er löngu bókað að sólin skín laugardaginn 11. ágúst, í boði brottflutts Svarfdælings á himnum. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru heiðursgestir Fiski- dagsins mikla 2006. Þau skemmtu sér hið besta, bæði að kvöldi föstudagsins, þegar efnt var til Fiskisúpukvöldins mikla, og á Fiskidaginn sjálfan. Í ávarpi sem Ólafur Ragnar flutti gestum Fiskidagsins sagði hann m.a.: „Þvílík gestrisni heimamanna, þvílíkt góðgæti er hér á borðum, þvílík veisla með fjörðinn og fjöllin sem salarkynni. Mér er til efs að nokkru sinni í sögu Íslands hafi svo mörgum verið gefið að borða samtímis og sýnir það stórhug ykkar Dalvíkinga. Gestrisni Dalvíkinga eru engin takmörk sett og í gærkvöld gengum við Dorrit um bæinn og nutum þess eins og margir fleiri að taka hús á heimamönnum. Fiskisúpu- kvöldið er frábær hugmynd. Tugir heimila hér á Dalvík standa þá öllum opin. Hver sem er getur gengið inn og ég veit ekki um annað byggðarlag sem þannig býður ókunnugum upp á mat og vísar öllum sem að garði ber beint til stofu. Já, Dalvíkingar eru engum líkir. Það hafið þið svo sannar- lega sýnt með því að efna til Fiskidagsins mikla; eruð um leið fordæmi og fyrirmynd, sýnið öðrum byggðarlögum og þjóðinni allri hvað hægt er að gera.“ Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaeff, á sviði Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þvílík veisla! Þeir Nings-menn voru stórtækir og elduðu súpu fyrir gesti í þessum líka risastóra potti, sem í eina tíð var mjólkurtankur! Hér sést forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, hræra í súpupottinum. Úlfar Eysteinsson, kokkur á Þremur Frökkum, hefur frá byrjun verið aðalkokkur Fiskidagsins mikla. Að sjálfsögðu lét hann sig ekki vanta að þessu sinni og hér er hann í góðum félagsskap! aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.