Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 6
Öfgafull umræða Svo góð og nauðsynleg sem umræða um umhverfismál er, á hún það til að fara úr böndum og stjórnast af öfgum og þá verður engum rökum að komið. Gott dæmi um þetta er krafa ýmissa afla úti í hinum stóra heimi um að sett verði á alls- herjar bann veið togveiðum. Slík krafa er knúin áfram af öfg- um og við Íslendingar og fleiri megum hafa okkur alla við til þess að koma að andmælum. Í viðtali Ægis við Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóra LÍU, í þessu tölublaði nefnir hann að okkur Íslendingum beri að taka þessa umræðu alvar- lega. Friðrik bendir á að til fjölda ára hafi veiðum við Ísland verið stýrt með svæðalokunum og því sé bann við togveiðum á ákveðnum hafssvæðum síður en svo framandi fyrir okkur. Hins vegar sé sú krafa fráleit að banna togveiðar með öllu. Orðrétt segir Friðrik í viðtalinu: „Þó bann við botntrollsveið- um á úthafinu kæmu ekki mikið við okkur eins og staðan er í dag þá er mikilvægt að standa fast á rétti fiskveiðiþjóðanna til að stjórna veiðum á skynsaman hátt og þess verður ekki langt að bíða að þeir sem nú beita sér fyrir banni við veiðum á úthafinu vilji fara að ráðskast með veiðar okkar innan lög- sögunnar.“ Það er full ástæða til þess að taka undir þessi orð fram- kvæmdastjóra LÍÚ. Það gildir það sama um umræðuna um bann við togveiðum og þá kröfu að banna veiðar á ýmsum nytjastofnum. Vissulega er það rétt að menn hafa farið mjög ógætilega í nýtingu á ýmsum nytjastofnum, sbr. þorskstofn- inn við Nýfundnaland, en almennt hafa Íslendingar þá sýn á auðlindina allt í kringum landið að hana beri að nýta með var- úð, þó skoðanir séu vissulega skiptar um leiðir í því sam- bandi. Línuveiðar hafa verið að sækja í sig veðrið við Ísland og ekkert er nema gott um það að segja. En ekki verður allur fiskur tekinn á línu og því verða togveiðar alltaf nauðsynlegur þáttur í útgerð hér við land, hvað sem hver segir. Það er líka hið besta mál að flotinn noti ólík veiðarfæri og eggin séu þannig ekki öll í sömu körfunni. Ýmsum fullyrðingum hefur verið kastað fram um skaðsemi togveiðarfæra fyrir botninn. Að einhverju leyti eiga þær við rök að styðjast, en fráleitt er að alhæfa, eins og sumir gera, um að þau rústi öllu lífríki á botninum sem þau fara yfir. Slík- ur málflutningur er hreinar öfgar. Hins vegar ber að fagna því að aukinn kraftur hefur verið settur í veiðarfærarannsóknir á vegum Hafró, sem nýtast væntanlega vel í vaxandi umræðu um áhrif einstakra veiðarfæra á lífríki hafsins. 6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Að blóta á laun með mörfloti Sjálfur hef ég tekið eftir því að hvað varðar mig og fiskneyslu mína, virðist allt snúast til upphafsins. Hin gömlu gildi fiskmáltíðarinnar hef ég í æ meiri hávegum. Ég lét fallerast af hátimbraðri eldamennsku á fiski eins og öðr- um matartegundum og var afsprengi veitingabyltingar 8. og 9. áratugar síðustu aldar. Nú er ég horfinn frá þessu. Ein- föld matseld, þar sem fiskbragðið nær að njóta sín til hins ítrasta er mitt uppáhald. Með öðrum orðum: Mín óskastaða við eldhúsborðið er í kompaníi við soðinn fisk. Best er það þó vitaskuld ef bráðinn vestfirskur hnoðmörinn, mörflotið sjálft, nær og fær að laða fram þetta sérkennilega ólýsan- lega bragð sem þeir einir geta ímyndað sér sem hafa fengið þetta inn fyrir varirnar, til náinna kynna við bragðlaukana. Glæsilegustum toppi nær slík matseld þegar í hlut eiga soðnar nýjar kinnar; með beinum til bragðaukandi áhrifa. Soðin ýsa og gellur ná hér um bil sama árangri, en eru þó merkjanlegum sjónarmun á eftir. Það er þetta með mörflot- ið. Því eru valin alls konar ónefni og það sakað um að vera ávísun á óhollustu. Ég veit hins vegar um marga vestfirska vini mína sem blóta á laun. Fá sér mörflot með fiskinum sér til hátíðarbrigða, rétt eins og hóglífsmaður í megrunarað- haldi sem nælir sér í stöku konfektmola með kaffinu um helgar, eða gamall vindlareykingarmaður sem fær sér kúbverskan vindil á hátíðarstundum lífsins. (Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í pistli í Bæjarpóstinum á Dalvík). Útvegsmenn beri kostnað af hafrannsóknum Eina tæka leiðin til þess að færa hagsmunina á sömu hendi er að auka aðkomu útgerðarmanna að hafrannsóknum. Það má ekki gerast hvernig sem er. Sjálfsagt er að útgerðar- menn beri kostnað af hafrannsóknum enda þurfa þeir á slík- um rannsóknum að halda. Það má þó ekki slíta kostnaðar- hlutann frá stjórnunarhlutanum og ábyrgðinni. Útgerðar- menn vita sem er að þeirra afkoma er undir því komin að rannsóknir séu fullnægjandi. Þeir hafa því hvata til þess að tryggja að rannsóknir séu fullnægjandi. Jafnframt hafa þeir hvata til þess að forðast sóun greiði þeir fyrir rannsóknirn- ar. Þessu jafnvægi verður best náð með því að tryggja að útvegsmenn stjórni því hvernig hafrannsóknir eru fram- kvæmdar og greiði fullt verð. Hagsmunir útgerðarinnar eru undir og því lítil hætta á öðru en að vel yrði vandað til verks. Greiði útvegsmenn með þessum hætti fyrir rannsóknir eru eðlilegt að fella niður gjöld sem lögð eru á sjávarútveg- inn í formi skatta eða gjalda og ætlað er að standa undir rannsóknum. Enda hefði slík skattlagning þar með misst réttlætisrökin sem tína mátti til henni til varnar. Skattar hafa jafnan slæm áhrif á markaði þar sem þeir breyta hlut- fallslegum verðum hluta. Frá sjónarhóli hagkvæmni er því um borðleggjandi dæmi að ræða. Lægri skattar auka hag- kvæmni og bættar hafrannsóknir auka hagkvæmni. Þá er hugsanlegt að útvegsmenn sjái sér hag í því að auka rann- sóknir og verja meira fé til þeirra, heldur en gert er í dag. (Úr pistli á vefsetrinu www.200milur.is) U M M Æ L I aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.