Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 68

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 68
68 K V Ó T I N N Auðlindagjald er ósanngjarnt, segir Eiríkur Tómasson. Skil ekki málflutning Moggans „Ég er ekki í aðstöðu til að meta hvort tímabært sé að auka leyfilegan hámarksafla. Vona samt að þess sé ekki langt að bíða. Almennt get ég sagt að okkur gengur vel að veiða það sem okkur er heimilt hverju sinni,“ segir Ei- ríkur Tómasson, forstjóri Þor- bjarnarins hf. í Grindavík. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári hefur Þorbjörninn um það bil 20 þúsund þorskígildistonna kvóta, sem er um 200 tonn- um minna en í fyrra. „Heim- ildir okkar í þorski og kola dragast saman milli ára, ýsu- kvótinn er sá sami en aukn- ing í löngu. Við höfum gjarn- an leigt frá okkur heimildir okkar í kola, steinbít og skötusel og ýsu að hluta, en fengið þorskvóta á móti. Á síðasta ári leigðum við til okkar 1.500 tonna þorsk- kvóta,“ segir Eiríkur, sem kveðst ósáttur við línuívilnun- ina svonefndu. Þeir sem handbeiti línuna í landi fái 16% meiri kvóta en aðrir, sem þýði í raun að menn séu verðlaunaðir fyrir úrelt vinnu- brögð. Slíkt sé líkast öfug- mælavísu. „Rekstur útgerðarinnar hefur ekki gengið sem skyldi síðustu misserin. Samt heldur Morgunblaðið áfram að hamra á nauðsyn þess að hækka auðlindagjaldið sem sjávarútvegurinn einn at- vinnuvega greiðir. Ég skil ekki málflutning Moggans og gjaldið sem fyrir nýtingu auð- lindarinnar er í eðli sínu ósanngjarnt, segir Eiríkur. Þorskurinn veldur vonbrigðum, segir Guðmundur Smári Guðmundsson. Sérhæfðir í gullkarfa „Vissulega eru vonbrigði hve uppbygging þorskstofnsins hefur gengið hægt. Skýringar þess eru vafalaust margar, en sú sem mér þykir nærtækust er að afar hart hefur verið gengið fram við loðnuveiðar sem hefur leitt til fæðu- og viðkomubrests hjá þorskin- um,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Guðmundar Runólfs- sonar hf. í Grundarfirði. Á nýbyrjuðu kvótaári hef- ur fyrirtækið úr að spila um 3.000 þorskígildistonnum, sem skiptast gróflega þannig að heimildir í þorski eru 1.400 tonn, um 1.000 tonn í ýsu og afgangurinn í ufsa og karfa, en vinnsla á síðast- nefndu tegundinni er uppi- staðan í vinnslunni á vorin og yfir sumarið. Á öðrum árstím- um er mikil áhersla lögð á vinnslu á ýsu. „Við erum sérhæfð í gull- karfanum sem er veiddur hér á Breiðafirði og út af sunnan- og vestanverðu landinu,“ seg- ir framkvæmdastjóri Guð- mundar Runólfssonar, sem gerir út tvö togskip af minni gerðinni; Helga SH 135 og Hring SH 153, en það síðar- nefnda kom nýtt til fyrirtækis- ins í byrjun ársins. Síldin er bót í máli, segir Gísli Jón- atansson. Ýsan er treg „Eins og aflabrögð hafa verið hjá okkar ísfisktogara hefði ég búist við aukningu í þorskkvóta en samdrætti í ýsu. Þessu var hins vegar þveröfugt farið. Ljósafellið, togararanum okkar, hefur gengið vel að ná í þorskinn, en ýsan hefur verið tregari,“ segir Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði. Á því fiskveiðiári sem gekk í gildi 1. september hef- ur Loðnuvinnslan úr að spila alls 4.150 tonnum í bolfiski; þar af um 1.287 tonn í þorski og 1.251 tonn af ýsu. Hvað uppsjávartegundir áhrærir hefur fyrirtækið 1,75% af leyfilegum heildarafla í loðnu, 4,83% í kolmunna og 4.325 tonna síldarkvóta. „Mér sýnist að við getum haldið nokkuð svipaðri starf- semi og verið hefur næsta fiskveiðiár. Að minnsta kosti er ekkert í kvótaúthlutun árs- ins sem kallar á neina veru- lega uppstokkun í rekstri okkar,“ segir Gísli sem segir það vissulega vonbrigði hve uppbygging þorskstofnsins hafi gengið hægt. Hins vegar sé bót í máli að kvóti í síld hafi verið aukin, sem skipti Fáskrúðsfirðinga miklu. Horfum til langrar framtíðar, segir Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson. Menn súpa seyðið „Á síðustu tuttugu árum hefur verið veitt hátt í einni milljón tonna meira af þorski en ráð- leggingar fiskifræðinga á þessu tímabili hafa sagt til um. Auðvitað súpa menn seyðið af slíku og engan skyldi undra að uppbygging þorskstofnsins gangi hægar en vænst hefur verið,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári verða veiðiheimildir Vinnslu- stöðvarinnar í bolfiski svipað- ar og var á hinu síðasta, það er um 15 þúsund tonn. Stóri óvissuþátturinn er hins vegar hver loðnukvóti fyrirtækisins verður, enda hefur ekki enn tekist að mæla stofninn. „Ég er alls ekki svartsýnn á loðn- una. Heildaraflinn verður tæplega 1,5 milljónir tonna Á nýju kvótaári aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.