Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Síða 68

Ægir - 01.07.2006, Síða 68
68 K V Ó T I N N Auðlindagjald er ósanngjarnt, segir Eiríkur Tómasson. Skil ekki málflutning Moggans „Ég er ekki í aðstöðu til að meta hvort tímabært sé að auka leyfilegan hámarksafla. Vona samt að þess sé ekki langt að bíða. Almennt get ég sagt að okkur gengur vel að veiða það sem okkur er heimilt hverju sinni,“ segir Ei- ríkur Tómasson, forstjóri Þor- bjarnarins hf. í Grindavík. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári hefur Þorbjörninn um það bil 20 þúsund þorskígildistonna kvóta, sem er um 200 tonn- um minna en í fyrra. „Heim- ildir okkar í þorski og kola dragast saman milli ára, ýsu- kvótinn er sá sami en aukn- ing í löngu. Við höfum gjarn- an leigt frá okkur heimildir okkar í kola, steinbít og skötusel og ýsu að hluta, en fengið þorskvóta á móti. Á síðasta ári leigðum við til okkar 1.500 tonna þorsk- kvóta,“ segir Eiríkur, sem kveðst ósáttur við línuívilnun- ina svonefndu. Þeir sem handbeiti línuna í landi fái 16% meiri kvóta en aðrir, sem þýði í raun að menn séu verðlaunaðir fyrir úrelt vinnu- brögð. Slíkt sé líkast öfug- mælavísu. „Rekstur útgerðarinnar hefur ekki gengið sem skyldi síðustu misserin. Samt heldur Morgunblaðið áfram að hamra á nauðsyn þess að hækka auðlindagjaldið sem sjávarútvegurinn einn at- vinnuvega greiðir. Ég skil ekki málflutning Moggans og gjaldið sem fyrir nýtingu auð- lindarinnar er í eðli sínu ósanngjarnt, segir Eiríkur. Þorskurinn veldur vonbrigðum, segir Guðmundur Smári Guðmundsson. Sérhæfðir í gullkarfa „Vissulega eru vonbrigði hve uppbygging þorskstofnsins hefur gengið hægt. Skýringar þess eru vafalaust margar, en sú sem mér þykir nærtækust er að afar hart hefur verið gengið fram við loðnuveiðar sem hefur leitt til fæðu- og viðkomubrests hjá þorskin- um,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Guðmundar Runólfs- sonar hf. í Grundarfirði. Á nýbyrjuðu kvótaári hef- ur fyrirtækið úr að spila um 3.000 þorskígildistonnum, sem skiptast gróflega þannig að heimildir í þorski eru 1.400 tonn, um 1.000 tonn í ýsu og afgangurinn í ufsa og karfa, en vinnsla á síðast- nefndu tegundinni er uppi- staðan í vinnslunni á vorin og yfir sumarið. Á öðrum árstím- um er mikil áhersla lögð á vinnslu á ýsu. „Við erum sérhæfð í gull- karfanum sem er veiddur hér á Breiðafirði og út af sunnan- og vestanverðu landinu,“ seg- ir framkvæmdastjóri Guð- mundar Runólfssonar, sem gerir út tvö togskip af minni gerðinni; Helga SH 135 og Hring SH 153, en það síðar- nefnda kom nýtt til fyrirtækis- ins í byrjun ársins. Síldin er bót í máli, segir Gísli Jón- atansson. Ýsan er treg „Eins og aflabrögð hafa verið hjá okkar ísfisktogara hefði ég búist við aukningu í þorskkvóta en samdrætti í ýsu. Þessu var hins vegar þveröfugt farið. Ljósafellið, togararanum okkar, hefur gengið vel að ná í þorskinn, en ýsan hefur verið tregari,“ segir Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði. Á því fiskveiðiári sem gekk í gildi 1. september hef- ur Loðnuvinnslan úr að spila alls 4.150 tonnum í bolfiski; þar af um 1.287 tonn í þorski og 1.251 tonn af ýsu. Hvað uppsjávartegundir áhrærir hefur fyrirtækið 1,75% af leyfilegum heildarafla í loðnu, 4,83% í kolmunna og 4.325 tonna síldarkvóta. „Mér sýnist að við getum haldið nokkuð svipaðri starf- semi og verið hefur næsta fiskveiðiár. Að minnsta kosti er ekkert í kvótaúthlutun árs- ins sem kallar á neina veru- lega uppstokkun í rekstri okkar,“ segir Gísli sem segir það vissulega vonbrigði hve uppbygging þorskstofnsins hafi gengið hægt. Hins vegar sé bót í máli að kvóti í síld hafi verið aukin, sem skipti Fáskrúðsfirðinga miklu. Horfum til langrar framtíðar, segir Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson. Menn súpa seyðið „Á síðustu tuttugu árum hefur verið veitt hátt í einni milljón tonna meira af þorski en ráð- leggingar fiskifræðinga á þessu tímabili hafa sagt til um. Auðvitað súpa menn seyðið af slíku og engan skyldi undra að uppbygging þorskstofnsins gangi hægar en vænst hefur verið,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári verða veiðiheimildir Vinnslu- stöðvarinnar í bolfiski svipað- ar og var á hinu síðasta, það er um 15 þúsund tonn. Stóri óvissuþátturinn er hins vegar hver loðnukvóti fyrirtækisins verður, enda hefur ekki enn tekist að mæla stofninn. „Ég er alls ekki svartsýnn á loðn- una. Heildaraflinn verður tæplega 1,5 milljónir tonna Á nýju kvótaári aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 68

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.