Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 20
20 N Ý S K I P Þann 9. ágúst sl. var tilkynnt að Þormóður rammi-Sæberg hafi gengið frá samningi við Solstrand skipasmíðastöðina í Noregi um smíði á tveimur nýjum togskipum og er heild- arverð samningsins 4,6 millj- arðar íslenskra króna. Skipin, sem eru systurskip, eru 70 metra löng og 14,60 metra breið, verða með 1500 rúmmetra frystilest og 80 tonna frystigetu á sólarhring. Sambærileg við norska skipið Hin nýju skip Þormóðs ramma-Sæbergs eru hönnuð af Skipsteknisk AS í Álasundi í Noregi, en nú þegar hefur eitt skip - norska skipið Vest- tind - verið smíðað sam- kvæmt þessari sömu teikn- ingu. Skipið er gert út frá Álasundi og hefur það reynst mjög vel. STS Teiknistofa á Akureyri hefur átt náið samstarf við Skipsteknisk AS, eins og kom fram í viðtali við Bjarna Ás- mundsson, framkvæmdastjóra STS Teiknistofu, í síðasta tölublaði Ægis. Bjarni segist lengi hafa unnið mikið fyrir Þormóð ramma-Sæberg hf og hug- myndin að nýsmíði fyrir fyrir- tækið hafi borið á góma í samtölum hans við forráða- menn fyrirtækisins. „Þormóð- ur rammi-Sæberg hafði engan áhuga á að eyða löngum tíma og miklum peningum í hönn- unarvinnu enda væri til mikið af nýhönnuðum skipum víðs- vegar og sá möguleiki væri alltaf fyrir hendi að til væru skip sem myndu henta fyrir þá án mikilla breytinga. Ég var sammála þessu og benti þeim á að Skipsteknisk AS hefðu hannað mörg skip sem hefðu reynst mjög vel og var ákveðið í framhaldi af því að setja sig í samband við Skips- teknisk AS og skoða mögu- leikana. Það kom síðan í ljós að þau skip sem Skipsteknisk sýndu okkur voru mjög í takt við hugmyndir Þormóðs - ramma-Sæbergs og innan fárra daga var málið komið á góðan rekspöl og hefur nú verið leitt til lykta með undir- ritun samninga,“ segir Bjarni. Tæknilega fullkomin skip Skipasmíðastöðin Solstrand hefur aflað sér góðrar þekk- ingar á smíði slíkra skipa sem kemur bæði henni og Þor- móði ramma-Sæbergi til góða við smíðina. Vesttind, sem áður er nefndur og hefur bæði rækju- og bolfiskvinnslu um borð, hefur reynst gríðar- lega vel, að sögn Bjarna. Skipið er í eigu norska út- gerðarmannsins Kjell Inge Rökke og stundar m.a. rækju- veiðar við Svalbarða og bol- fiskveiðar í Barentshafi. „Þetta verða fullkomin flakaveiðiskip og hönnunin tekur mið af því að rekstur þeirra verði eins hagstæður Skipasmíðastöðin Solstrand í Noregi smíðar tvö togskip fyrir Þormóð ramma-Sæberg: Stærsta nýsmíðaverk- efni Íslandssögunnar Hér má sjá Vesttind, sambærilegt skip við hin nýju systurskip Þormóðs ramma-Sæbergs, en þau verða smíðuð samkvæmt sömu teikningu og Vesttind. Bjarni Ásmundsson, framkvæmdastjóri STS Teiknistofu. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.