Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 20

Ægir - 01.07.2006, Page 20
20 N Ý S K I P Þann 9. ágúst sl. var tilkynnt að Þormóður rammi-Sæberg hafi gengið frá samningi við Solstrand skipasmíðastöðina í Noregi um smíði á tveimur nýjum togskipum og er heild- arverð samningsins 4,6 millj- arðar íslenskra króna. Skipin, sem eru systurskip, eru 70 metra löng og 14,60 metra breið, verða með 1500 rúmmetra frystilest og 80 tonna frystigetu á sólarhring. Sambærileg við norska skipið Hin nýju skip Þormóðs ramma-Sæbergs eru hönnuð af Skipsteknisk AS í Álasundi í Noregi, en nú þegar hefur eitt skip - norska skipið Vest- tind - verið smíðað sam- kvæmt þessari sömu teikn- ingu. Skipið er gert út frá Álasundi og hefur það reynst mjög vel. STS Teiknistofa á Akureyri hefur átt náið samstarf við Skipsteknisk AS, eins og kom fram í viðtali við Bjarna Ás- mundsson, framkvæmdastjóra STS Teiknistofu, í síðasta tölublaði Ægis. Bjarni segist lengi hafa unnið mikið fyrir Þormóð ramma-Sæberg hf og hug- myndin að nýsmíði fyrir fyrir- tækið hafi borið á góma í samtölum hans við forráða- menn fyrirtækisins. „Þormóð- ur rammi-Sæberg hafði engan áhuga á að eyða löngum tíma og miklum peningum í hönn- unarvinnu enda væri til mikið af nýhönnuðum skipum víðs- vegar og sá möguleiki væri alltaf fyrir hendi að til væru skip sem myndu henta fyrir þá án mikilla breytinga. Ég var sammála þessu og benti þeim á að Skipsteknisk AS hefðu hannað mörg skip sem hefðu reynst mjög vel og var ákveðið í framhaldi af því að setja sig í samband við Skips- teknisk AS og skoða mögu- leikana. Það kom síðan í ljós að þau skip sem Skipsteknisk sýndu okkur voru mjög í takt við hugmyndir Þormóðs - ramma-Sæbergs og innan fárra daga var málið komið á góðan rekspöl og hefur nú verið leitt til lykta með undir- ritun samninga,“ segir Bjarni. Tæknilega fullkomin skip Skipasmíðastöðin Solstrand hefur aflað sér góðrar þekk- ingar á smíði slíkra skipa sem kemur bæði henni og Þor- móði ramma-Sæbergi til góða við smíðina. Vesttind, sem áður er nefndur og hefur bæði rækju- og bolfiskvinnslu um borð, hefur reynst gríðar- lega vel, að sögn Bjarna. Skipið er í eigu norska út- gerðarmannsins Kjell Inge Rökke og stundar m.a. rækju- veiðar við Svalbarða og bol- fiskveiðar í Barentshafi. „Þetta verða fullkomin flakaveiðiskip og hönnunin tekur mið af því að rekstur þeirra verði eins hagstæður Skipasmíðastöðin Solstrand í Noregi smíðar tvö togskip fyrir Þormóð ramma-Sæberg: Stærsta nýsmíðaverk- efni Íslandssögunnar Hér má sjá Vesttind, sambærilegt skip við hin nýju systurskip Þormóðs ramma-Sæbergs, en þau verða smíðuð samkvæmt sömu teikningu og Vesttind. Bjarni Ásmundsson, framkvæmdastjóri STS Teiknistofu. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 20

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.