Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 24
24 S J A L D S É Ð I R F I S K A R Rétt er að hafa í huga að mikilvægt er að fá með fiskunum upplýsingar um veiðidag, staðsetningu og veiðiskip. Þegar vinna er mikil í aðgerð og vinnslu gefst e.t.v. ekki tími til að fá nákvæma staðsetningu, þá dugar dagsetning og almenn lýsing eins og „grálúðuslóð“ eða „Reykjaneshryggur“ svo dæmi séu tekin. Það er stundum erfitt að skilgreina hvaða fisktegundir eigi að flokka sem sjaldgæfa. Sumar tegundir sem áður voru taldar mjög sjaldgæfar, meðan sókn veiðiskipa var nær eingöngu á grunnslóð, reyndust nokkuð algengar á djúpslóð þegar veiðar hófust þar. Það er af ýmsum ástæðum sem fiskar eru flokkaðir sem sjaldgæfir. Ástæðunum má t.d. skipta í eftirfarandi flokka: 1. Fiskar sem eru lítt þekktir, vegna þess hve sjaldan þeir veiðast almennt í heimshöfunum og eru því alls staðar taldir fágætir, t.d. hvalfiskar og trölli. 2. Fiskar sem eru nokkuð algengari og nokkuð vel þekktir, en veiðast þó fremur sjaldan, eins og surtlur, hyrnur o.fl. 3. Fiskar sem eru hér í hafinu á jaðri útbreiðslusvæðis síns. Þeir geta verið tiltölulega algengir á öðrum hafsvæðum og slæðast hingað alltaf öðru hvoru, eins og fagurserkur og dökksilfri. 4. Fiskar sem gætu verið nokkuð algengir, en tolla illa í veiðarfærum vegna smæðar sinnar og sjást því sjaldan, eins og litli flóki og stóra sænál. 5. Fiskar sem hafa verið taldir sjaldséðir til þessa, en hafa verið árvissir gestir nú síðastliðin ár, eins og makríll og augnasíld. En hver svo sem ástæðan er fyrir því að fiskurinn er sjaldgæfur, þá eru allar upplýsingar um þessar tegundir mikilvægar og innlegg í þekkingu okkar á því hafsvæði sem við búum við. Á síðustu 10 árum hefur streymi hlýsjávar inn á Íslandsmið verið óvenju mikið. Það er mjög líklegt, að með þessum hlýja sjó berist fisktegundir norðar en þær hafa gert hingað til. Sýni af sjaldgæfum fiskum sem Hafrannsóknastofnuninni berast frá sjómönnum eru mjög mikilvæg til að fylgjast með þeim breytingum sem verða kunna á útbreiðslu þeirra í kjölfar hlýnunar. Sjaldséðar tegundir árið 2005 Árið 2005 bárust eftirfarandi sjaldséðar tegundir: Sæsteinsuga – Undanfarin ár hefur þessi tegund verið fastur gestur á Íslandsmiðum. Sæsteinsuga, Petromyzon marinus Í október veiddi Háberg VE sæsteinsugu sem mældist 65 cm í síldarnót við Berufjarðarál (64°12´N, 13°20´V). Augnasíld, Alosa fallax Í nóvember veiddist ein 50 cm í botnvörpu á 210 m dýpi í Breiðamerkurdjúpi. Veiðiskip Hafnarey SF 36. Marangi, Holtbyrnia macrops Snorri Sturluson RE veiddi þrjá maranga í flotvörpu í maí á 600-700 m dýpi á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna. Þeir voru 14-20 cm langir, mældir að sporði. Sæangi, Normichtys operosus Í maí kom 12 cm langur sæangi í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 700 m dýpi á Reykjaneshrygg. Ránarangi, Sagamichthys schnakenbecki Snorri Sturluson RE veiddi þrjá ránaranga í flotvörpu í maí á 600-700 m dýpi á Reykja- neshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiði- lögsöguna. Þeir voru allir um 15 cm langir. Kjálkastirnir, Gonostoma elongatum Ásgrímur Halldórsson SF veiddi 20 cm kjálkastirni í kolmunnavörpu í Rósagarði (63°24’N, 11°53’V) í maí. Snorri Sturluson RE fékk annan í sama mánuði í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Kolskeggur, Trigonolampa miriceps Snorri Sturluson RE veiddi sex kolskeggi í flotvörpu á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna í maí. Þessir fiskar voru 21-43 cm á lengd. Þráðskeggur, Melanostomias bartonbeani Sturlaugur H. Böðvarsson AK fékk einn í botnvörpu í mars á 550 m dýpi í Rósagarði (63°50’N, 12°35’V) og Ásgrímur Halldórsson SF veiddi annan í kolmunnavörpu nokkru sunnar (63°24’N, 11°53’V) í maí. Þá veiddi Snorri Sturluson RE þrjá í flotvörpu á Reykjaneshrygg í maí. Þessir fiskar voru 24- 28 cm langir. Sláni, Anotopterus pharao Í maí veiddist í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°33’N, 28°23’V) 50 cm langur sláni. Guðlax, Lampris guttatus Samkvæmt blaðafréttum (Mbl. 7. ágúst 2005) veiddi Víðir EA guðlax á Halamiðum sem var yfir einn metri á lengd og vóg 45 kg. Vogmær, Trachipterus arcticus Í desember rak eina á fjörur við Sauðárkrók. Sníkir, Echiodon drummondii Í apríl veiddi Gullver NS tvo sníkja í Lónsdjúpi (64°01’N, 13°00’V), þeir voru 17 og 31 cm á lengd. Drumbur, Thalassobathia pelagica Tveir, 31 og 34 cm langir, veiddist í maí á 600-700 m dýpi á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna. Veiðiskip var Snorri Sturluson VE og veiðarfæri flotvarpa. Litla brosma - Til skamms tíma veiddist hún eingöngu undan Suðurlandi, en er nú farin að sjást við Norðurland. Litla brosma, Phycis blennoides Í september veiddist ein í þorskanet Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmiðum 2005 Þekking okkar á útbreiðslu sjaldgæfra tegunda við Ísland hefur smám saman verið að vaxa, bæði vegna rannsóknaleiðangra á djúpslóð en ekki síður vegna þess hvað það er algengt að sjómenn sendi til Hafrannsóknastofnunarinnar sjaldgæfa fiska sem þeir rekast á. Þá gerist það stundum að sjómenn í veiðiferð á djúpslóð safna og frysta fjölda fiska sem þeir telja forvitnilega og færa Hafrannsóknastofnuninni. Þar hefur undanfarin ár farið fremstur í flokki Magnús Þorsteinsson ásamt félögum á b/v Snorra Sturlusyni. Á síðasta ári bárust okkur einnig slíkar sendingar frá b/v Guðmundi í Nesi og b/v Sturlaugi H. Böðvarssyni auk smærri sendinga frá allnokkrum öðrum skipum. Eru öllum þeim sem sendu fiska til greiningar eða létu vita af óvenjulegum fundi færðar bestu þakkir. Höfundur greinarinnar er Jónbjörn Pálsson, sérfræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.