Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 74

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 74
74 Ú T G E R Ð I N hana alvarlega. Íslendingar hafi haft mjög skýra afstöðu í þessu máli og hún sé sú að það beri að banna togveiðar á ákveðnum svæðum, en frá- leitt sé að banna togveiðar með öllu. „Það myndi þýða bann við rækjuveiðum á Flæmska hattinum, svo eitt dæmi sé nefnt. Það er vita- skuld ekki hægt að taka und- ir slíkt og því höfum við Ís- lendingar lagt á það áherslu að á vettvangi svæðastofnana verði tekin ákvörðun um lok- un ákveðinna svæða sem eru viðkvæm. Það má ekki gleyma því að við Íslendingar höfum árum saman verið með veiðistýringu á þann veg að við lokum mörgum veiði- svæðum innan og utan tólf mílna fyrir togveiðum. Þó þessar ráðstafanir séu að stór- um hluta til komnar vegna friðunar smáfisks þá hefur þetta einnig þróast í það að vernda viðkvæm hafsvæði sbr. lokun kóralsvæðanna suður og suðaustur af land- inu. Þó bann við botn- trollsveiðum á úthafinu kæmu ekki mikið við okkur eins og staðan er í dag þá er mikilvægt að standa fast á rétti fiskveiðiþjóðanna til að stjórna veiðum á skynsaman hátt og þess verður ekki langt að bíða að þeir sem nú beita sér fyrir banni við veiðum á úthafinu vilji fara að ráðskast með veiðar okkar innan lög- sögunnar.“ Verðum að nýta þorskstofninn af skynsemi Í þorskinum er 5 þúsund tonna samdráttur í aflamarki milli fiskveiðiára. Friðrik segir að vissulega sé slæmt að þurfi að koma til enn frekari skerð- ingar á þorskveiðiheimildum, en hann telji að í ljósi upplýs- inga sem fyrir liggi um nýlið- un stofnsins verði að horfast í augu við að við verðum að fara varlega. „Það er út af fyrir sig ekkert vandamál að veiða þrjú til fjögur hundruð þús- und tonn af þorski á næsta fiskveiðiári, en slíkt væri al- gjörlega óábyrgt af okkur. Það er ekki fyrirsjáanlegt að stofninn stækki að marki næstu árin, en aukið fæðu- framboð gæti reyndar skilað þó umtalsvert meiri afla. Þar erum við hinsvega háð duttl- ungum náttúrunnar eins og svo víða, en þar spila líka inn í atriði sem við getum haft áhrif á s.s. stærð hvalastofn- ana. Ein stóra spurningin er hvernig nýliðunin verður á næstu árum varðandi stöðuna ef við horfum til veiða t.d. eft- ir fímm ár. Þá gætu Græn- landsgöngur einnig hjálpað okkur og raunar tel ég ein- sýnt að við ættum að hefja viðræður við Grænlendinga um það hvernig við getum sameiginlega gert sem mest úr þeim fiski sem nú er að vaxa upp við Grænland. En almennt tel ég að við séum komin með þorskstofninn - bæði hrygningar- og veiði- stofninn of neðarlega og við verðum að haga veiðunum samkvæmt því. Menn geta auðvitað deilt um hvort taka eigi fimm þúsund tonnum meira eða minna, en það er ekki aðalatriðið í þessu stóra samhengi. Ég er sannfærður um að við höfum ekkert val í þessum efnum, við verðum að byggja þorskstofninn markvisst upp og í þeirri vinnu verðum við að láta hann njóta vafans. Við getum ekki leyft okkur að ganga of nálægt stofninum. Við ætlum okkur að nýta þennan stofn um aldur og ævi og því get- um við alls ekki tekið þá áhættu að veiða of mikið úr honum,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. NÝR SAURY SJÓFRYST EÐALBEITA Samkvæmt rannsóknum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins er fituinnihald Saura allt að 27.9% SAURY ER EINFALDLEGA BESTA BEITAN NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 897 7015 ka ld al jó s 20 05 • Sérlega hátt fituinnihald - allt að 27.9% • Nýtist 30% - 40% betur en síld • Veiðir lengur en önnur hefðbundin beita • Roðið er einstaklega sterkt • Saury losnar síður af króknum VOOT IMPORT & EXPORT EHF Holtsgata 56 • 230 Reykjanesbær Sími: 581 2222 • Fax: 581 2223 www.edalbeita.is www.edalbeita.is „Þó bann við botntrollsveiðum á úthafinu kæmu ekki mikið við okkur eins og stað- an er í dag þá er mikilvægt að standa fast á rétti fiskveiðiþjóðanna til að stjórna veiðum á skynsaman hátt og þess verður ekki langt að bíða að þeir sem nú beita sér fyrir banni við veiðum á úthafinu vilji fara að ráðskast með veiðar okkar innan lögsögunnar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson í viðtali við Ægi. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.