Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 22
22 N Ý S K I P og nokkur kostur er og má þar nefna að allt spilkerfi skipsins er rafmagnsdrifið - aðeins dekkkranar eru glussadrifnir. Skipin koma til með að brenna þungaolíu, IF 380, sem er allt að helmingi ódýrari en skipaolían sem ís- lenski fiskiskipaflotinn notar að mestu leiti í dag. Einnig má búast við því að verð- munur muni aukast milli þessara olíutegunda í framtíð- inni - þ.e. þungaolían verði ódýrari í hlutfalli við skipaol- íu - sökum þess að notkun hennar eykst mjög hratt þessa stundina. Verið er að breyta mjög mörgum skipum víðs vegar um heim - í þá veru að geta brennt þessari olíu vegna mikillar hækkunar olíuverðs að undaförnu. Á nýju skipunum verður ný tegund af skrúfuhring svokölluð HR dýsa og ný hönnun af skrúfublöðum - allt frá Wärtsilä í Noregi. Þessi hönnun á skrúfubúnaði hefur skilað mjög góðum ár- angri og við höfum vissu fyrir því að þetta er að skila allt að 10-15% olíusparnaði við fullt álag. Skipin verða sérstaklega styrkt til þess að sigla í ís. Þá má nefna að lestarkerfi skips- ins verður mjög öflugt og fullkomið tölvukerfi tryggir rekjanleika afurðanna, sem kaupendur gera vaxandi kröf- ur um.“ Rými fyrir þrjátíu manna áhöfn Til þess að varpa ljósi á stærð hinna nýja skipa Þormóðs ramma-Sæbergs má nefna að þau eru í „stærðarflokki Vil- helms Þorsteinssonar EA ef svo má segja - þó að þessi nýju skip séu reyndar mjög ólík Vilhelm að öllu leyti.“ „Þessi nýju skip eru miklu stærri og fullkomnari en þau fjögur skip sem Þormóður rammi-Sæberg gerir út í dag og afkastageta þeirra er þó nokkuð meiri en samanlögð afkastageta núverandi fjög- urra skipa félagsins. Þetta verða mjög aflmikil skip og henta vel til að toga tvö troll,“ segir Bjarni aðspurður um hversu stór þessi skip séu. „Sjóhæfni skipanna er mjög mikil og þau munu fara vel með mannskapinn. Um borð er rými fyrir þrjátíu manna áhöfn. Sjálfvirkni verður mikil og þá ekki síst á millidekki og þægindi fyrir áhöfnina verða eins og best verður á kosið. Þannig verða tölvu- og sjónvarpsskjáir og internettengingar í öllum vist- arverum skipverja o.s.frv. Samandregið eru þetta að mínu mati stórglæsileg og vel heppnuð skip.“ Afhent í nóvember 2008 og apríl 2009 Þormóður rammi - Sæberg hefur nú þegar samið um smíði umræddra skipa við skipasmíðastöðina Solstrand AS í Noregi, eins og áður segir, og verða byggingar- númer þeirra hjá stöðinni 86 og 87. „Solstrand er í þessu dæmi fyllilega samkeppnis- fært í verði við skipasmíða- stöðvar á Spáni, í Þýskalandi, Chile eða Póllandi. Þormóður rammi - Sæberg hafði ekki áhuga að fara með smíði þessara skipa til Taiwan eða Kína. Það er ljóst að það ligg- ur mikil hagkvæmni í því að helstu hönnunarteikningar að skipinu liggja nú þegar fyrir og Solstrand hefur margoft smíðað sambærileg skip.“ Af öðrum búnaði um borð má nefna að aðalvél verður Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, segir að fyrir hafi legið að þyrfti að endur- nýja skipastól félagsins. Ólaf- ur tekur þó fram að núver- andi skip Þormóðs ramms- Sæbergs hafi reynst frábær- lega vel og skilað góðum afla, t.d. hafi Kleifaberg og Mánaberg verið aflahæst flakafrystiskipa í fyrra. Ólafur segir ljóst að Þormóður rammi-Sæberg muni ekki gera út núverandi skip eftir að nýju skipin verða komin í rekstur, enda er gert ráð fyrir að nýju systurskipin geti af- kastað kvóta núverandi þriggja skipa, jafnvel fjögurra. Að sögn Ólafs er nú þegar allur undirbúningur að smíði skipanna kominn í fullan gang. Eðlileg endurnýjun skipastólsins Framkvæmdastjórar Þormóðs ramma-Sæbergs - Gunnar Sigvaldason (t.v.) og Ólaf- ur Marteinsson. Fyrirkomulagsteikning hinna nýju togara sem Þormóður rammi-Sæberg lætur smíða fyrir sig í Noregi. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.