Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 36

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 36
36 K V Ó T I N N 2 0 0 6 - 2 0 0 7 Á nýhöfnu kvótaári fá 414 skip úthlutað aflamarki, samtals 327.833 þorskígildistonn. Í krókaaflamarki eru 516 bátar og er krókaaflamark sem þeim er úthlutað á grunni krókaaflahlut- deilda 42.642 þorskígildistonn. Frá fyrra ári hefur sóknardagakerfi verið lagt af. Þá heyra sér- stakar úthlutanir til krókaaflamarksbáta og úthlutanir frá Byggðastofnun fortíðinni til. Einnig hefur úthlutun úr svo- nefndum 3.000 tonna potti verið felld niður, en skipum þess í stað úthlutað aflahlutdeild í þorski. Við þessa aðgerð hafa sam- anlagðar aflahlutdeildir í þorski farið yfir 100% og því hafa allar aflahlutdeildir í þorski verið endurreiknaðar. Varðandi svokallaðar „sérstakar úthlutanir“ hefur Fiskistofa skv. reglugerð nr. 720/2005, með síðari breytingum, úthlutað aflamarki, sem nemur 3.318 þorskígildislestum til 58 skipa sem eru með aflahlutdeild í hörpudisk og innfjarðarækju. Úthlutun- in er tilkomin vegna skerðinga, sem hafa orðið á leyfilegum heildarafla þessarra tegunda. Bætur til innfjarðarækjuskipanna eru 1.907 þorskígildislestir og kemur sama magn til einstakra veiðisvæða og á síðasta fiskveiðiári að því undanskildu að í hlut Arnarfjarðar koma 230 þorskígildistonn í stað 8 á síðasta fiskveiðiári. Miðað er við að skerðingin verði ekki meiri en 30% talið frá meðalafla rækjuvertíðanna 1994/1995 - 2003/2004, að frádregnum afla fiskveiðiársins 2004/2005. Vegna skerðinga, sem verða í hörpudisksveiðum í Arnar- firði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði er nú úthlutað afla- marki sem samtals nemur 1.411 þorskígildislestum til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á áðurgreindum svæðum og er um sama magn að ræða og á síðasta fiskveiðiári. Við útreikn- ing þessara uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla áranna 1996 til 2005. Kvótinn skiptist á 930 skip og báta Aflaheimildir á fiskveiðiárinu 2006-2007: aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.