Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2006, Side 36

Ægir - 01.07.2006, Side 36
36 K V Ó T I N N 2 0 0 6 - 2 0 0 7 Á nýhöfnu kvótaári fá 414 skip úthlutað aflamarki, samtals 327.833 þorskígildistonn. Í krókaaflamarki eru 516 bátar og er krókaaflamark sem þeim er úthlutað á grunni krókaaflahlut- deilda 42.642 þorskígildistonn. Frá fyrra ári hefur sóknardagakerfi verið lagt af. Þá heyra sér- stakar úthlutanir til krókaaflamarksbáta og úthlutanir frá Byggðastofnun fortíðinni til. Einnig hefur úthlutun úr svo- nefndum 3.000 tonna potti verið felld niður, en skipum þess í stað úthlutað aflahlutdeild í þorski. Við þessa aðgerð hafa sam- anlagðar aflahlutdeildir í þorski farið yfir 100% og því hafa allar aflahlutdeildir í þorski verið endurreiknaðar. Varðandi svokallaðar „sérstakar úthlutanir“ hefur Fiskistofa skv. reglugerð nr. 720/2005, með síðari breytingum, úthlutað aflamarki, sem nemur 3.318 þorskígildislestum til 58 skipa sem eru með aflahlutdeild í hörpudisk og innfjarðarækju. Úthlutun- in er tilkomin vegna skerðinga, sem hafa orðið á leyfilegum heildarafla þessarra tegunda. Bætur til innfjarðarækjuskipanna eru 1.907 þorskígildislestir og kemur sama magn til einstakra veiðisvæða og á síðasta fiskveiðiári að því undanskildu að í hlut Arnarfjarðar koma 230 þorskígildistonn í stað 8 á síðasta fiskveiðiári. Miðað er við að skerðingin verði ekki meiri en 30% talið frá meðalafla rækjuvertíðanna 1994/1995 - 2003/2004, að frádregnum afla fiskveiðiársins 2004/2005. Vegna skerðinga, sem verða í hörpudisksveiðum í Arnar- firði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði er nú úthlutað afla- marki sem samtals nemur 1.411 þorskígildislestum til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á áðurgreindum svæðum og er um sama magn að ræða og á síðasta fiskveiðiári. Við útreikn- ing þessara uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla áranna 1996 til 2005. Kvótinn skiptist á 930 skip og báta Aflaheimildir á fiskveiðiárinu 2006-2007: aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.