Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 19
19 S K Ö T U S E L U R sköpum um hvort hægt sé að veita trausta ráðgjöf varðandi stjórnun veiða í skötusels- stofninn og þá um leið skyn- samlega nýtingu hans. Þarf að huga vel að sókn í stofninn Í þessu samvinnuverkefni voru stigin fyrstu skref í átt að stofnmati á skötusel. „Í Noregi, Færeyjum og Íslandi var gerð fyrsta tilraun til þess að meta heildardánartölu stofna og afrakstur á nýliða. Fyrstu niðurstöður benda til að í tveim fyrstnefndu lönd- unum sé fiskveiðidauði of mikill til þess að sjálfbær nýt- ing geti átt sér stað og aukn- ing á núverandi sókn muni ekki skila auknum afla á land sé til langs tíma litið. Vís- bendingar eru um að lang- tíma afrakstur stofnsins verði aðeins aukin með því að minnka sókn um 50-60% frá því sem nú er ef fiskveiði- mynstur helst óbreytt. Árang- ursríkt skref til þess að ná betri nýtingu út úr stofnunum er að sótt sé sem mest í skötuselinn með stórmöskva netum. Þannig hafa verið leiddar líkur að því að auka megi langtímaafrakstur norska skötuselsstofnsins um 20-25% frá því sem nú er með því að breyta fiskveiði- mynstrinu og stunda veiðarn- ar eingöngu með stórmöskva netum í stað blandaðra vörpu- og netaveiða eins og þekkist í dag,“ segir orðrétt í skýrslunni. „Það er vart hægt að segja að byrjað hafi verið að rannsaka skötuselinn að neinu marki hér við land fyrr en fyrir sex árum eða svo þegar farið var að veiða hann í einhverjum mæli. Fram að þeim tíma hafði skötuselurinn fyrst og fremst verið aukaafli. Áður höfðu Norðmenn hins vegar aflað tölu- vert mikilla upplýsinga um þennan stofn og það sama má segja um Færeyinga og Hjaltlendinga,“ segir Einar Jónsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, sem tók þátt í hinu norræna rannsóknaverkefni af hálfu stofnunarinnar. Einar segir að almennt megi segja að frekar takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um skötuselsstofninn í Norður-Atlants- hafi. Nokkuð snúið sé að aldursgreina hann, sem sé aftur grunnur að mælingu á stærð stofnsins. Tvær skötuselstegundir eru til, annars vegar sá skötuselur sem við þekkjum hér við land - Lophius piscatorius - og hins vegar litli skötuselur - Lophius budegassa - sem veiðist á suðlægari slóðum. Aldursgreining á skötusel í norðanverðu Atlantshafi hefur byggst á rannsóknum á kvörnum og veiði- stöngum eða fálmurum upp úr haus fisksins. „Menn hafa verið að áætla stofnstærð á litla skötusel, en sú áætlun er byggð á fremur ónákvæmum aldursgreiningum, og því er stofnstærðin töluvert mikilli óvissu háð.“ Einar segir að þó svo að skötuselstegundir við norðanvert Atlantshaf séu náskyldar verði þó að líta á að hver stofn sé staðbundinn. „Það er athyglisvert að með hækkandi sjávar- hita við Ísland á undanförnum árum hefur orðið sprenging í skötuselsstofninum við landið og veiðisvæðið hefur einnig verið að stækka umtalsvert. Það má segja að skötuselurinn sé hástökkvarinn. Skötuselurinn er hlýsjávartegund sem lengstaf var eingöngu fyrir sunnan land, á svipaðri slóð og humarinn, frá Hornafirði í austri að Reykjanesi og aðeins inn í Faxaflóann. En þetta hefur verið að breytast hinn síðari ár samfara hækkandi sjávarhita. Viðkoma stofnsins hefur sem sagt verið mjög góð á undanförnum árum og það bendir allt til þess að stofninn hafi verið að stækka. Hins vegar hefur of mikið af skötuselnum verið veitt í troll og því veiðst of hátt hlutfall af ókynþroska fiski. Netaveiðar hafa hins vegar verið að aukast, sem er jákvætt.“ Árið 2005 voru veidd um 2.800 tonn af skötusel. Hafrann- sóknastofnunin segir hins vegar lagt til að á komandi fisk- veiðiári verði ekki veitt meira en 2.200 tonn. Einar segir ástæðu til þess að menn fari gætilega í sóknina í stofninn, jafnvel þótt vitað sé að stofninn sé að stækka. Veiðiþol hans sé hins vegar nokkuð óþekkt stærð. Einar Jónsson, fiskifræðingur á Hafró: Skötuselurinn er hástökkvarinn Þó ýmsar upplýsingar hafi fengist út úr norræna skötuselsverkefninu, er ennþá mörgum spurningum ósvarað. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.