Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2006, Blaðsíða 26
26 S J A L D S É Ð I R F I S K A R Flundra, Platichthys flesus Í júní veiddust tvær flundrur í net í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, þeim var báðum sleppt. Í desember veiddist 37,5 cm hrygna í dragnót Vals HF í Garðsjó í Faxaflóa. Auk framangreindra fiska bárust til rannsóknar eftirfarandi fisktegundir: Trjónu- fiskur, Rhinochimaera atlantica, rauðháfur, Centrophorus squamosus, broddabakur, Notacanthus bonapartei, djúpáll, Synapho- branchus kaupi, álsnípa, Nemichthys scolopaceus, trjónuáll, Serrivomer beani, grænlandsnaggur, Nansenia groenlandica, gjölnir, Alepocephalus bairdii, bersnati, Xenodermichthys copei, slóans gelgja, Chauliodus sloani, digra geirsíli, Magnisudis atlantica, litla geirsíli, Arctozenus risso, ýmsar laxsíldir, Myctophidae, og gleypir, Chiasmodon niger. Fiskar með sérkennilegt litarfar Öðru hvoru berast til Hafrannsókna- stofnunarinnar upplýsingar eða eintök af fiskum með sérkennilegt litarfar. Algengast er að frétta af bleikum eða appelsínugulum grálúðum, en einnig veiðast ýsur og ufsar í þessum litum. Stundum fréttist af heiðgulum þorskum og gráum körfum. Árið 2005 fréttist bæði af bleikum ýsum og gráum körfum. Ástæðan fyrir þessum afbrigðilegu litum er að líkindum galli í litkornum í roðinu, þannig að fiskurinn fær ekki sinn eðlilega lit. Í Faxaflóa og út af Reykjanesi veiddust nokkrar sérkennilegar sandhverfur árið 2005, þær voru einkum sérkennilegar fyrir þá sök að þær voru dökkar á báðum hliðum. Við nánari rannsókn kom í ljós að hér munu hafa verið á ferðinni sandhverfur sem sluppu úr eldiskví. Athyglisverðar fisktegundir í haustralli Í haustralli Hafrannsóknastofnunar á rs. Árna Friðrikssyni RE umhverfis land í október veiddust nokkrar athyglisverðar fisktegundir: Slímáll, Myxine jespersenae Alltaf öðru hvoru veiðist slímáll á djúpslóð við landið, einkum hefur hans orðið vart á grálúðuslóðinni vestur af landinu og þar veiddust fjórir í þessum leiðangri. Fyrst eftir að þessir „fiskar“ fóru að veiðast á djúpslóð við landið var talið að vísindaheiti tegundarinnar væri Myxine ios, en sú tegund hefur veiðst djúpt vestur af Írlandi. Nýjustu rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að ekki er um þá tegund að ræða og hefur henni verið lýst undir nýju nafni, Myxine jespersenae. Þessi nýskírða tegund hefur fundist við Vestur-Grænland auk Íslands- miða. Þrjár fremur sjaldséðar skötutegundir, maríuskata (Bathyraja spinicauda), náskata (Leucoraja fullonica) og djúpskata (Rajella bathyphila) veiddust einnig. Maríuskatan er þeirra algengust og jafnframt stærst, hún getur orðið rúmlega 170 cm löng. Allar eru þessar skötur hvítar að neðan og er auðveldast að greina þær sundur á röð stórra gadda sem liggur eftir halanum og fram á herðar. Á náskötu eru tvær gaddaraðir á halanum, sitt hvoru megin við miðju, en ein röð á hinum tegundunum tveimur. Maríuskatan er með 21-26 gadda í röðinni, en djúpskatan 33-41. Rósafiskur – Þessi tegund heldur sig í kalda sjónum norður og austur af Íslandi. Aðrar merkar tegundir sem veiddust í haustralli eru broddatanni, Borostomias antarcticus, uggi, Scopelosaurus lepidus, bletta, Gaidropsarus vulgaris, fiskar af hyrnuætt, Oneirodidae, svartdjöfull, Mela- ocetus johnsonii, sædjöfull, Ceratias holboelli, surtur, Cryptopsaras couesii, kistufiskur, Scopelogadus beanii, bjúgtanni, Anoplogaster cornuta, stóra sænál, Entelurus aequoraeus, tómasarhnýtill, Cottunculus thomsonii, úthafssogfiskur, Paraliparis bathybius, rósafiskur, Rhodichthys regina, bleikmjóri, Lycodes luetkenii, sars álbrosma, Lycenchelys sarsii og svarthveðnir, Centrolophus niger. 4 aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.