Ægir - 01.06.2010, Qupperneq 24
24
F I S K M A R K A Ð I R
Á fundi Héraðsráðs Snæfell-
inga þann 3. september 1991
var ákveðið að hefja undirbún-
ing að stofnun fiskmarkaðs á
Snæfellsnesi. Í undirbúnigns-
nefnd voru skipaðir Atli Viðar
Jónsson Grundarfirði, Bæring
Guðmundsson Stykkishólmi,
Sævar Friðþjófsson Rifi, Páll
Ingólfsson Ólafsvík og Jón
Pálsson frá Atvinnuráðgjöf
Vesturlands. Undirbúnings-
vinna hófst strax á haustmán-
uðum 1991, með aðstoð At-
vinnuráðgjafar Vesturlands,
þar sem gerðar voru hag-
kvæmnisathuganir á verkefn-
inu, áætlanir um fjárfestingar
og arðssemisútreikningar.
Vinna þessi var m.a. unnin í
góðri samvinnu við Faxamark-
að í Reykjavík bæði hvað varð-
ar tæknileg atriði og uppboðs-
kerfi.
Hlutafjársöfnun gekk strax
með ágætum og skráðu 80
fyrirtæki og einstaklingar sig
fyrir hlutafé við stofnun fé-
lagsins. Stærstu hluthafar við
stofnun voru hafnarsjóðir
sveitarfélagana á Snæfellsnesi
ásamt nokkrum fiskverkunar-
og útgerðarfélögum á svæð-
inu. Fyrstu stjórn félagsins
skipuðu eftirtaldir: Sævar
Friðþjófsson, Rifi, Páll Ingólfs-
son, Ólafsvík, Atli Viðar Jóns-
son, Grundarfirði, Pétur Ág-
ústsson, Stykkishólmi og
Magnús Stefánsson, Grundar-
firði
Framkvæmdastjóri var ráð-
inn Guðjón Ingólfsson en
hann lét síðan af störfum eftir
nokkurra vikna vinnu og í
hans stað var ráðinn Tryggvi
Leifur Óttarsson. Hann gegndi
starfi framkvæmdastjóra allt
þar til í maí 2008 þegar und-
irritaður tók við starfi fram-
kvæmdastjóra. Tryggvi Leifur
á að öllum öðrum ólöstuðum
stærstan þátt í að byggja fyrir-
tækið upp og gera að því
sem það er í dag.
Fyrsta starfsstöðin í Ólafsvík
Eiginleg starfsemi hófst með
opnun starfsstöðvar í Ólafs-
vík. Fór fyrsta uppboðið fram
8. janúar 1992 og fljótlega í
kjölfarið var opnuð starfsstöð
í Grundarfirði. Starfsstöð fé-
lagsins í Ólafsvík var til húsa
að Norðurgarði í húsnæði
Sigurður Valdimarssonar en í
Grundarfirði var gerður verk-
takasamningur við fiskverk-
unina Stöð hf. í Grundarfirði.
Í Stykkihólmi var tekinn á
leigu hluti húsnæðis fiskverk-
unarinnar Hamraenda hf.
Strax á næstu mánuðum
voru einnig opnaðar starfs-
stöðvar í Rifi og á Arnastapa.
Í öllum tilfellum var starfsemi
félagsins rekin í leiguhús-
næði. Enginn vafi er á því í
mínum huga að sterk sam-
staða allra á Snæfellsnesi er
og verður burðarstólpi þessa
félags.
Fljótlega kom í ljós að hús-
næði það sem tekið var á
leigu í Ólafsvík var of lítið og
óhentugt og var því starfsemi
félagsins flutt í húsnæði Hróa
hf. strax á haustmánuðum
1993.
Á fyrsta ári félagsins, þ.e.
árinu 1992, voru seld 9.783
tonn fyrir um 758 milljónir
króna eða meðalverð uppá
77,69 kr. pr. kg. Afkoma fé-
lagsins fyrsta árið var nei-
kvæð upp á um 4 millj. kr. og
stafaði það einna helst af
miklum fjárfestingum í um-
búðum, ásamt tækjum og
búnaði. Einnig hafði þar áhrif
vankunnátta og byrjunarörð-
ugleikar eins og algengt er
við stofnun fyrirtækis og sú
staðreynd að á mjög skömm-
um tíma var ráðist í opnun
starfsstöðva á öllum höfnum
á Snæfellsnesi. Strax á öðru
starfsári félagsins tókst að
snúa rekstri félagsins í hagn-
að. Hefur svo verið allar göt-
ur síðan, að undanskildu ár-
inu 2008, þegar jú allflest fyr-
irtæki voru með neikvæða af-
komu sem stafaði eingöngu
af gengistapi á erlendum lán-
um félagsins.
Umsvifin stóraukast
Á árinu 1997 var tekið í notk-
un nýtt húsnæði á hafnar-
svæðinu í Ólafsvík undir að-
alstöðvar félagsins og strax
árið eftir festi félagið kaup á
húsnæði í Rifi. Við það breytt-
ist öll aðstaða og ásýnd fé-
lagsins til hins betra. Þegar
hér var komið held ég að
engum hafi dulist að með því
víðtæka samstarfi sem um fé-
lagið var á Snæfellsnesi hafði
tekist að byggja upp sterkt og
öflugt fyrirtæki á svæðinu.
Fyrirtæki sem allir Snæfelling-
ar, bæði viðskiptavinir þess,
starfsfólk félagsins sem og
aðrir Snæfellingar gátu verið
stoltir af.
Starfsemi félagsins var með
nokkuð svipuðum hætti frá
stofnun þess og allt fram til
ársins 1999 en það ár var
Fiskmarkaður Snæfellsness
hf., sem einnig var rekinn í
Ólafsvík, sameinaður félag-
inu. Segja má að við þann
samruna hafi hafist miklar
umbreytingar hjá félaginu.
Strax árið eftir þ.e. á árinu
2000 var Faxamarkaður hf. í
Reykjavík, sem einnig var
Stofnun og uppbygging
Fiskmarkaðs Íslands
Höfundur er Páll Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands
Fiskmarkaður Íslands hefur nærfellt helmings markaðshlutdeild meðal fiskmarkaða hér á landi.