Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 11
Vatnajökull og Rauðir pennar voru til samans 37% örk. Ef við reiknum út arkatölu á bókunum, sem félagsmenn fengu síðastliðið ár, þá eru það 37% örk (Vatnajökull 22%, Rauðir pennar 15). Félagsmenn fengu þannig strax fyrsta árið nærri jafn háa arkatölu og lofað var annað árið. Það var djarft farið af stað, enda reiknuðum við með allháu tapi, en treystum þó ó talsverða lausasölu. En nú urðu undirtektirnar svo góðar, að við náðum félagatölunni 2000 þegar í lok fyrsta ársins. Félagsbækurnar í ár verða að minnsta kosti 55 arkir. í fullu trausti þess, að Mál og menning haldi áfram að vaxa á þessu ári, þá bindum við okkur ekkert við 10 arka stærð bókanna, heldur gefum út arkafjölda, sem svarar nærri þvi til þess að félagatalan væri orðin 3000. „Móðirin“ og Rauðir penn- ar verða til samans yfir 30 arkir, rit Björns Franzsonar um 12 arkir, og ekki er ósennilegt að það verði stærsta bókin, sem ennþá hefir ekki verið ákveðin. Það er auðvitað engin sönnun fyrir ágæti bókar, að hún sé stór. En þegar t. d. um skáldsögu er að ræða, er erfitt að finna bók innan við tvö hundruð blað- síður. Með útgáfu fjögurra svona stórra bóka teflum við enn djarft, en þó hvarflar ekki að okkur efasemd uin það, að tala félagsmanna verði orðin svo há i lok þessa árs, að útkoman verði engu síður glæsileg en i fyrra. 3000 félagsmenn er úrelt takmark. Mál og menning setur sér félagatöluna 4000 fyrir 1. desember næstk. Við liöfum allt af náð hverri áætlun, er við höfum sett okk- ur, löngu fyrir fram. í stað áætlunarinnar 1000 náðum við 2000 félagsmönnum fyrsta árið. 1. marz, þegar þetta er skrifað, er tala félagsmanna orðin 2600. Það er einmitt fyrst nú, sem marg- ir eru að byrja að ótta sig á þeim kostakjörum, sem Mál og menning býður. Það er ekki nema eðlilegt, að nú, þegar bæk- urnar eru orðnar fjórar fyrir tíu krónur, byrji fyrir alvöru straumurinn i Mál og menning. Við eigum því auðveldlega að geta náð því nýja takmarki, er við setjum okkur, að koma tölu félagsmanna upp í 4000 fyrir 1. desember næstk. 3000 félags- menn er úrelt takmark, þvi eigum við að geta náð með hægu móti fyrir 1. mai í vor. Umboðsmenn félagsins. Mál og menning hefir nú valið sér umboðsmenn viða um land, alla úr hópi þeirra, sem gefið hafa sig fram af eigin áhuga til 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.