Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 2

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 2
er Martin du Gard. Sennilega veröur fyrir valinu sagan „Sum- arið 1914“, nýjasta bókin úr hinum fræga skáldsagnabálki, „Thi- baut-ættin“. Fjórða bók næsta árs verður síðan ársrit félagsins, Rauðir pennar, sem viö' munum kappkosta að gera sem allra bezt úr garði. Nú væri mjög æskilegt að heyra, hvernig undirtektir þetta val bókanna fær hjá félagsmönnum. Umboðsmenn. Jafn fjöhnennt félag og Mál og menning verður að hafa um- boðsmenn i öllum bæjum og kauptúnum á landinu og helzt í hverri sveit. Þessa umboðsmenn höfum við enn ekki fengið nema á nokkrum stöðum. Þegar þeir verða ákveðnir, þá auglýsum við nöfn þeirra, svo félagsmenn geti snúið sér til þeirra. Gjalddagi. Við erum til neyddir, þegar bækur félagsins fara að koma út strax i byrjun árs, að færa gjalddagann fram, og liöfum orðið að ákveða hann 1. marz. Gerum við þá ráð fyrir, að ein bókin sé komin i hendur félagsmanna. Mönnum verður frá byrjun að vera það ljóst, að velgengni Mál og menning byggist á því, að árgjaldið sé greitt fyrirfram. Allur kostnaðarreikningurinn er við það miðaður. Með staðgreiðslu kemst félagið að betri kjör- um um prenlun og annan kostnað. Við verðum því að minna alla félagsmenn strax á það, hvað óhjákvæmileg nauðsyn það er fyrir félagið, að gjalddaganum sé nákvæmlega sinnt. Bezt væri og ódýrast fyrir báða aðila, að það þyrfti aldrei að senda bækurnar í póstkröfu, að félagsmenn hefðu alltaf fyrir hinn ákveðna gjalddaga sent árgjald sitt til okkar í póstávisun, eða skilað því til umboðsmanns á staðnum. Félagið getur engan kostn- að borið af póstkröfusendingum. Útgáfustarfsemin framvegis. Við munum gera ráðstafanir til þess, að færustu ■ menn í ýms- um greinum skrifi bækur fyrir Mál og menning. Það verður reynt að haga útgáfunni svo, að fjölbreytnin verði sem mest frá ári til árs, og félagsmenn fái áður langt um líður bækur úr öllum þeim efnisflokkum, sem taldir voru í boðsbréfinu. Við þurfum að fá út á næstu árum rit um sögu og bókmenntir þjóð- arinnar, um uppeldismál, heimspeki, stjórnmál o. s. frv. En til þessa þarf á beztu rithöfundum þjóðarinnar að halda, og samn- ing þessara rita þarf langan undirbúning. Þó er engu að kvíða um það, að rithöfundarnir verði ekki til taks, svo framarlega sem félagið verðijr nógii öflugt til að hídda starfskröftunum i gangi. 2

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.