Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 10
og menning, að geta ekki fengið bækur félagsins frá byrjun. Samt höfum við verið mjög tregir að láta eftir þeim óskum nýrra félagsmanna, að endurprenta bækurnar. Við höfum nú fulla reynslu af því, hvað bækurnar kosta. Við vitum, að end- urprentun ber sig ekki með minna en 1100—1200 kaupendum. Nú eru komnir um 300, sem hafa beðið um bækurnar, og við heyrum allstaðar að frá umboðsmönnum okkar, að nýir menn eru óánægðir að ganga i félagið, nema þeir fái bækur þess frá byrjun. Við getum þvi búizt enn við allhárri kaupendatölu að bókunum. Og nú höfum við ákveðið að gefa mönnum kost á endurprentun þeirra, ef 600 félagsmenn í viðbót hafa óskað þess fyrir 1. maí í vor. og greiða bækurnar fyrir þann tíma, eða skuldbinda sig til að greiða þær um leið og ákvörðun um end- urprentun hefir verið tekin. Verði þessi kaupendatala ekki kom- in 1. mai, getur ekkert orðið úr endurprentun bókanna næsta sumar. . Bókafjöldinn og bókastærðin. Er við gerðum áætlun okkar um útgáfu 2, 4, 6 bóka með fé- lagatölunni 1000, 2000, 3000, þá gerðum við ráð fyrir, að hver bók yrði að jafnaði 10 arkir að stærð miðað við Skírnisbrot, en það er sama brot og á Rauðum pennum. Örkin i því broti er 16 blaðsiður, og tiu arka bók því 160 bls. En t. d. í broti Vatna- jökuls er örkin 8 bls. og 80 bls. eða 10 arka bók jafndýr i prent- un og 160 bls. i stærð Rauðra penna. Við rekum okkur strax á tvennt i þessu sambandi: að erfitt verður að hafa bækurnar miklum mun stærri en ráðgert var fyrir jafn lágt verð og illt að þurfa að binda sig við ákveðna stærð i vali bókanna. Það er að visu hægt að jafna arkafjöld- anum til, en þá hljóta sumar bækurnar að verða litlar. Það er ennfremur til sú leið, að binda sig ekki allt af við bókafjöld- ann, heldur arkatöluna. En ég geri ráð fyrir, að félagsmenn yrðu með hvorugt ánægðir. Eftir að hafa fengið i hendurnar jafn myndarlegar bækur og Vatnjökull og Rauða penna, þá er ekki að búast við að þeir geri sig ánægða með nein smákver. Og eigi að fara að draga úr bókafjöldanum, þá er lika hætt við að það valdi hjá mörgum vonbrigðum. En, góðir félagsmenn, við þessu öllu er eitt óbrigðult ráð og það er að gera Mál og menn- ing að svo fjölmennu félagi, að það geti ekki einungis gefið út sex 10 arka bækur á ári fyrir tíu krónur, heldur sex úrvals bæk- ur, án þröngs tillits til stærðar og kostnaðar. 4

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.