Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 15
að auki, þá getur stundum dregizt frá mestur hluti af bókar- verðinu. ViS viljum hiSja félaga í Mál og menning, að snúa sér fyrst um sinn til umboðsmanna okkar á hverjum stað, og spyrj- ast fyrir hjá þeim um hækurnar. En auðvitað afgreiðum við pant- anir með afslætti til allra félagsmanna framvegis, en Heims- kringla getur ekki allt af tekið á sig fullt burðargjald, a. m. k. ekki þegar um pöntun einnar bókar er að ræða. Stephan G. Stephansson, Þórbergur Þórðarson og Halldór K. Lax- ness eru höfundar að næstu bókum,sem út koma hjá Heimskringlu. Það er vert að benda félagsmönnum sérstaklega á þær bæk- ur, sem Heimskringla gefur út i vetur og vor. Fyrst er VI. og þar með lokabindið af Andvökum, eftir Stephan G. Stephansson. Skáldinu entist ekki aldur til að ljúka að fullu undirbúningi út- gáfunnar, og hefir hún dregizt fram á þennan dag. Nú geta menn loks eignazt í heiiu lagi skáldverk þessa mikla sniliings, sem íslendingar hafa ekki enn kynnzt sem skyldi. Fyrstu þrjú bind- in af Andvökum hafa lengi verið uppseld, en til munu þó vera nokkur eintök óseld i Ameríku, sem Heimskringla mun ef til vill siðar 'geta útvegað. Af IV. og V. bindi er talsvert til, og mun Heimskringla veita afslátt á þeim, ásamt VI. bindinu. Þá er í prentun hin langþráða bók eftir Þórberg Þórðarson, og er ekki að þvi að spyrja, hvað mikið snilldarverk hún verð- ur. í þriðja lagi kemur ný bók, Höll sumarlandsins, eftir Hall- dór Kiljan Laxness, og er hún framhald af Ljósi heimsins. Iíristinn E. Andrésson. Happdrætti Háskóla íslands Fimmti hver miði að meðaltali fær vinning á ári, 5000 vinningar af 25000 númerum fá samtals eina milljón og fimmtíu púsund krónur. — Hver vill ekki verða ])átttakandi í þessari stóru vinningsupphæð? 9

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.