Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 18
ur, eru hér tvö mikilsverð atriði, sem verður að hafa hugföst, í fyrsta lagi, að frá fjárhagslegu sjónarmiði séð er það óafsak- anlegt, að láta þetta fé liggja arðlaust í hálfbyggðu húsi, sem ekkert er notað, og í öðru lagi er slíkt tómlæti við jafnþýðing- armikið menningarmál sem þetta til vansa fyrir liina íslenzku þjóð. Það verður tafarlaust að hefjast handa, til að bæta úr þessu. C/Hd. St. Menningarmál sveitanna. Eftir Sigurð Thorlacius. Saga íslendinga hefir fram að síðustu áratugum verið saga bænda, saga sveitafólks við sjó eða í dal. Mikill meiri hluti okk- ar kaupstaðabúa, sem nú erum fulltiða menn, er alinn upp í sveit. Flestir söknum við sveitarinnar og óskum þess og trúum því, að sveitirnar muni um ókomnar aldir halda áfram að leggja sinn drjúga skerf til íslenzkrar menningar. Þvi verður þó ekki neitað, að nokkur hætta vofir nú yfir menningu sveitanna, að sumu leyti vegna samkeppni kaupstaðanna um fólkið, en alvar- legasta hættan er vissulega fólgin í því, að sveitirnar verði af- skiptar um menningarskilyrði æskunni til lianda. Börnin í sveit- inni þurfa að fá skilyrði til sundnáms og annara iþrótta, æsk- an þarf að eignast félags- og menningarstöðvar í átthögunum, hún þarf með öðrum orðum að fá byggða skóla, barnaskóla, nægilega viða um dreifbýli landsins. Hraðvaxandi áhugi fólksins sjálfs, sem i sveitunum býr, fyrir byggingu skóla talar skýru máli. Dæmin, sem hér fara á eflir, eru samkvæmt heimild frá skrifstofu fræðslumálastjóra. Á yfirstandandi ári mun verða lokið við byggingu 12 nýrra skólahúsa víðsvegar á landinu, flest liafa verið í smíðum um nolckur ár. Frá 10 skólahverfum liafa horizt ítrekaðar beiðnir um styrk til skólabygginga og þörfin talin mjög aðkallandi. 6 önnur fræðsluhéruð telja sig búa við óviðunandi skilyrði fyrir barnafræðsluna og leggja því á það mikla áherzlu, að fá að vita hvenær vænta megi styrks úr ríkissjóði. En alls hafa 27 fræðsluhéruð sent formlegar umsóknir um styrk úr ríkis- sjóði til skólabygginga. Kunnugt er um 36 liéruð í viðbót, þar sem nokkur undir- búningur er liafinn að byggingu skólahúsa. Allmörg þessara hverfa ráðgera að sameinast 2 og 2, jafnvel 3 eða 4, um skóla. Loks eru enn ótalin nokkur fræðsluhéruð, þar sem skólabygg- ingarmálið hefir verið tekið til umræðu, en svo nýlega, að á- 12

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.