Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 26
Um fyrirætlanirnar á þessu ári er það fyrst a'ð segja, heldur
A. S. áfram, að við leggjum mikla áherzlu á að efla félagsskap-
inn. í sambandi við atvinnumálin verður haldið áfram á þeirri
braut, sem iagt var út á i fyrra, að fá gerðar ráðstafanir vegna
atvinnuleysis unglinga i þorpum og kaupstöðum. Ennfremur er
í ráði að hefja félagsbundna og skipulagða ræktunarstarfsemi
meðal unglinga i sveitunum, á svipaðan hátt og tíðkast í Ame-
riku og ýmsum löndum Evrópu. Ráðgert er að hafa ráðunaut
til leiðbeiningar um þessa starfsemi. Þá er ætlað að auka enn
á ný gróðursetningu í Þrastaskógi. S.l. ár voru gróðursettar þar
2700 plöntur, en í sumar mun verða bætt allmiklu við. Skin-
faxi kemur út , eins og áður, 10 arkir i 2700 eintökum. Þá kem-
ur út nú í vor minningarrit um 30 ára starfsemi U. M.F. í. Er
það hók upp á 15 arkir, höfundur Geir Jónasson magister.
Ilver er afstaða ungmennafélaganna til skólabygginga í sveit-
unum?
Mörg félög hafa þau mál með höndum og niá vænta þess, að
fleiri hætist við á þessu og næstu árum, sem hefja baráttu fyr-
ir byggingu skólahúsa í átthögunum.
Inntökuskilyrðin í Menntaskólann.
Það er víst ekki of fast að orði kveðið, þó að sagt sé, að fá
verk hafi verið unnin verri í menntamálum þjóðarinnar, en þeg-
ar inntaka nemenda i fyrsta bekk Menntaskólans var árið 1928
takmörkuð við 25. Þá var í fyrsta skipti horfið inn á þá braut,
að hið opinbera leggi ákveðnar hömlur á menntun manna.
Það kann að virðast ótrúlegt, þótt satt sé, að þvi hafi verið
haldið fram hér á landi siðustu árin, að hér væri að verða of
mikið um stúdenta, of mikið um sæmilega menntaða menn. ís-
lendingar hafa löngum miklazt af sinni ágætu alþýðumenntun,
en nú á að fara að setja strangar skorður fyrir œðri menntun
manna. Slíkt ætti að vera öllum unnendum frelsis og lýðræðis
hið alvarlegasta umhugsunarefni, því að menntun fyrir alla, og
jöfn aðstaða fyrir alla til að afla sér menntunar, hefir ætíð ver-
ið eitt af grundvailarboðorðum lýðræðisins. Sjálfsagt hefir það
vakað fyrir mönnum, er menntaskólanum í Reykjavik var gefið
nafnið Hinn almenni menntaskóli i Reykjavík, að öllum væri veitt
jöfn aðstaða til að njóta þeirrar menntunar, er hann getur í té
látið. En nú heilir hann elcki lengur Hinn almenni menntaskóli
i Reykjavík, heldur aðeins Menntaskólinn í Reykjavík, og þessi
20