Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 3
Efling félagsins. Mál og menning hefir á örstuttum tíma orðið fjöldafélag i landinu. Áður cn nokkur bók er út komin hjá félaginu, telur það á 17. hundrað manns, og' er þannig komið vel á veg nú þegar að ná takmarki næsta árs: 2000 félagsmönnum. Eftir jafn frábærar undirtektir þjóðarinnar ætti að vera auðvelt að efla svo Mál og menning, að félagið geti til fullnustu staðið við lof- orð sín og hafið svo nytsama og vandaða útgáfustarfsemi, að almenningur i landinu geli haft ómetanlegt gagn af. En samt verða menn að gera sér grein fyrir, að vöxtur fclagsins kostar áframhaldandi starf allra félagsmanna. Það verður hver félags- maður að vinna að útbreiðslu þess og auknum vinsældum. Með því tryggir hann sjálfum sér betri bækur. Enginn má láta það bregðast, að útvega strax á þessu ári nýja menn í félagið. Mál og menning setur sér nú það takmark, að koma félagatölunni upp í 2000 fyrir 1. febrúar n.k. og að ná loka-áfanganum, 3000 félagsmönnum fyrir 1. október næsta ár. Ef þetta takmark næst, höfum við fulla tryggingu fyrir því, að Mál og menning getur starfað með góðum árangri. Kristinn E. Andrésson. UMSÖGN UM TVÆR NÆSTU BÆKURNAR. Maxim Gorki: Móðirin. „Móðirin“ nnm vera sú af bókum Maxim Gorkis, sein lang- mesta útbreiðslu hefir fengið. Hún hefir verið þýdd á velflest tungumál heimsins, og þegar eftir útkomu hennar var hún prent- uð sem neðanmálssaga i fjölda blöðum, bæði i Þýzkalandi, Frakk- landi og Italiu, auk þess sem hún var í þessum löndum gefin út í bókarformi, og var þannig útbreidd i milljónatali. Bókina skrifaði Gorki á ferð sinni til Ameriku árið 1906. í föðurlandi hans var bókin gerð upptæk og mál höfðað gegn honum fyrir fjandsamlegar árásir á yfirstéttina og guðlast. Sið- ar kom þó sagan út í safni af ritum hans, en ritskoðendurnir höfðu þá strikað út úr henni um fjóra fimmtu hluta hennar. Það var ekki fyrr en eftir byltinguna 1917, að bókin kom út í Rússlandi í sinni upprunalegu mynd. í sögunni lætur Gorki bóndann Rybin segja, að það þurfi aö skrifa þannig bækur, að sá sem les þær finni engan frið fram- ar, og svo ljóst, að jafnvel kálfarnir skilji þær. Það er ekki frá- leitt að segja, að Gorki hafi með þessari skáldsögu auðnazt að fullnægja þessari krö'fu. í meistaralegum einfaldleik dregur hann, af sinni alkunnu list, upp mynd af verkalýðsbaráttunni, eins og 3

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.