Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 17
ur vel og hélt fast á sínu máli, en fáskiptinn jafnan og óhlut- samur. Hann var skapmikill, að ég ætla, en þó svo stilltur, að ég man ekki til þess, að ég sæi hann nokkurn tíma skipta skapi öll þau ár, sem við unnum saman. Þessi frábæra stilling kom hvað gleggst i Ijós í liinum þungbæru veikindum, sem hann átti við að striða síðustu æfiárin. Dr. Jón kvæntist 1910 danskri konu að nafni Rigmor Schultz, og lifir hún mann sinn ásamt syni þeirra, Ásgeiri, og dóttur, Kristínu. Með doktór Jóni er til moldar genginn einn af merkustu mönn- um þessa lands. B. Ól. Þjóðleikhúsið. Fyrir nokkru birtist sú frétt hér i blöðunum, að von væri á hinum fræga leikara Dana, Paul Reumert, og frú hans, Önnu Borg, hingað til Reykjavíkur, og að þau hefðu í hyggju að sýna hér sjónleiki á vegum Leikfélags Reykjavikur, en láta væntan- legan ágóða renna á einn eða annan hátt til þess að styrkja hugsjónina um þjóðleikhús á íslandi. Þegar maður les þessa frétt er ekki laust við að maður finni til minnkunar yfir því, að erlendir leikarar skuli verða til þess að reyna að vekja áhuga landsmanna á þessu menningarmáli og þá um leið hljóti að minna á hinn hneykslanlega þátt, sem búið er að leika i þessu máli, með því að láta um 800 þúsund krónur standa i ófullgerðri byggingu svo árum skiptir. Því er jafnan borið við, að það séu ekki til peningar til framhalds byggingunni, að við höfum ekki ráð á því á þessum tímum að leggja fram fé til þess að fullgera hana. En þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort það sé ekki nokkuð hæpin fjármálaspeki, að láta þetta fé standa vaxtalaust i ófullgerðri byggingu, sem ekk- ert gefur af sér. Það er lítið i lagt, að það sé 50 þúsund króna tap í vöxtum á ári. Ef-litið er á það, hve mikil þörf er á sam- komuhúsi hér í bænum, eins og stendur, sem hægt er að nota fyrir leikhús (þrjú leikrit leikin vikulega i Iðnó), er auðsætt að auðvelt er að afla þjóðleikhúsinu tekna, ef það væri gert þannig úr garði, að það væri nothæft, þótt það væri ekki fullgert allt i einu. Auk þess er alveg sjálfsagt að reka þar kvikmyndahús, sem óhætt mun að fullyrða að gæfi töluvert af sér. Ég býst við, að líkt mundi fara með Þjóðleikhúsið, ef það væri fullgert, eins og Sundhöllina, sem talið er að beri sig. En hvað sem þvi líð- 11

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.