Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 25
hafa félagarnir greitt úr eigin vasa halla þann, sem orðið hefir á starfsemi skólans og sveitarinnar. Félagið hefir, siðan 1934, gengizt fyrir þvi, að koma hér upp söngleikjum, og er „Bláa kápan“ þriðji söngleikurinn. Meðan húsakynni eru svo lítil sem nú er, er vitanlega óhugsandi að koma upp söngleikjum nema með miklu beinu tapi, svo fram- arlega sem ekki er veittur til þess beinn opinber styrkur. Félagið gengst nú fyrir mánaðarlegum hljómleikum valdra listamanna alla vetrarmánuði ársins, og nýtur til þess styrks einstakra manna. Hafa margfalt fleiri styrktarmenn boðizt en farið var fram á. Greiða þeir mánaðarlega kr. 2.50 alla mánuði ársins, og fá tvo frímiða á 7 hljómleika félagsins. Félagið hefir mjög víðtæk sambönd um allan heim og vinn- ur meðal annars að þvi að fá hingað árlega fremstu iistamenn heimsins, til þess að halda hér hljómleika. Árið 1930 kom hing- að á vegum félagsins einn frægasti strokkvartett heimsins, Prager Streich Quartett, og nú heldur hér hljómleika ungur glæsilegur pólskur fiðluleikari, Ernst Drucker. Félagið hefir heimild atvinnumálaráðherra til að fá hingað í vor 30 manna þýzka hljómsveit, og hafa þegar margir yngri og eldri styrktarmenn félagsins boðizt til þess að ábyrgjast halla, sem kann að verða við að fá hana hingað. Annars er það fyrst um sinn takmark Tónlistarfélagsins, að koma hér upp fyrsta flokks strok-kvartett. Vaxandi starfsemi ungmennafélaganna. Viðtal við sambandsstjórann. Nýtt vakningatímabil sýnist vera að hefjast meðal ungmenna- félaga íslands. Vér höfum náð tali af sambandsstjóra U. M. F. í., hr. Aðalsteini Sigmundssyni, og spurðum hann um fyrirætlanir sambandsins á árinu. Síðan hin nýja stefnuskrá U. M. F. í. var samþykkt fyrir tæp- um 2 árum, hafa 16 ný félög bætzt við í sambandið, auk þriggja eldri, sem hafa byrjað starf að nýju. Einkum virðist tvennt í hinni nýju stefnuskrá hafa vakið at- hygli unga fólksins. Sambandið lætur atvinnumál þjóðarinnar og einkum æskulýðsins til sin taka. Svo og hitt, að það vill vinna að menningu, lýðræði og friði á þann raunhæfa hátt, sem nútiminn krefur. 19

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.