Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 24
Niels Nielsen: Vatnajökull. „Vatnajökull“ er falleg bók, jafnt að innihaldi sem ytra bún- ingi. Frásögnin af hinu mikla hamfarasvæði höfuðskepnanna austur þar er hvorttveggja í senn, fróðleg og töfrandi. Hér renna saman í eitt, göfug og karlmannleg vísindamennska og alþýðleg; aðdáun og lotning fyrir öræfaríki íslands. Vér finnum að þetta er hold af voru holdi og bein af vorum heinum, eðliskjarni vor titrar hér í djúpri snertingu við uppruna sinn, vér finnum að vér eigum heima i þessari baráttusögu elds og ísa, að hún er undirspil vorrar eigin örlagabaráttu. Og þýðing Pálma Hannessonar dregur ekki úr samkenndinni: sérkennilega kraftmikill stíll, sem í hita sínum og þunga minn- ir á frjómagn vorleysingar, og fellur óvenjuvel að sterkum náttúrulýsingum. Það leynir sér hvergi, að um bók þessa hafa fjallað liugir og hendur þeirra manna, er unnu viðfangsefninu hugástum, og sjálf- ir hafa reynt á manndóm sinn í skauti þeirrar veraldar, sem þeir svo fagurlega opna lesandanum. Maður þarf því ekki að undr- ast þá óvenjulegu liylli, sem bókin virðist þegar hafa áunnið sér með þjóðinni, — enn vilja íslendingar kunna skil á þeim öfl- um, sem hafa mótað þá mest, og því, þrátt fyrir allt, standa hjarta þeirra næst. Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvíta móðir. Allir þeir, sem unna list i ljóði og fagna því, er drengskap> og dáð er sungið verðugt lof, og þola að sjá óstjórn og þræl- mennsku sýnd skil og vísað til sinna heimkynna i yztu myrkr- um, ættu að eignast og lesa þessa bók. Theódóra Thoroddsen. Tónlistarfélagið. Tónlistarfélagið hefir vakið á sér mikla athygli með starf- semi sinni undanfarið. „Mál og menning" sneri sér til Ragn- ars Jónssonar, sem er einn mesti atkvæðamaðurinn í stjórn fé- lagsins, og fékk hjá lionum þessar upplýsingar: Tónlistarfélagið er stofnað 1932 af 12 mönnum, sem áhuga höfðu fyrir því, að halda hér uppi hljómsveit og umfram allt skóla fyrir þá, sem vildu læra tónlist. Félagið hefir síðan séð um rekstur Tónlistarskólans og Hljómsveitar Reykjavikur, og 18

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.