Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Blaðsíða 22
öðlazt, og sem ekki sízt gerði hann að einstökum höfðingja sinna samtíðarmanna síðustu áratugi í ríki andans og skáldskaparins, bœði á íslandi og i Brétaveldi. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Hin nýja bók Þórbergs Þórðarsonar. Viðtal við höfundinn. Hverskonar bók er það, sem Heimskringla ætlar að gefa út eftir þig, og svo margir tala nú um? Þetta mitt auðmjúka bókarkorn er að mestu leyti frásagnir af lifandi fólki, sem eitt sinn leitaði guðsríkis og þess réttlætis, en nú hefir livílt sig um stund við hangna bringukolla og súrs- aða hrútspunga jarðlífsins. Bókin fjallar í raun og veru ekki um neina stéttabaráttu. En hún fjallar samt um baráttu. Hún lýsir baráttu einstaklingsins við sjálfan sig og hið þykkskinnaða umhverfi sitt. Hún lýsir lífs- stríði einstaklinga, ekki stétta. En það er einmitt þessi hildar- leikur, sem er undirrót stéttabaráttunnar. En ég hygg, að bók min sé samt sem áður nokkur nýjung í íslenzkum bókmenntum. Hún er að því leyti nýjung, að hún mun vera einhver fyrsta tilraun, sem gerð liefur verið hér á landi til að lýsa nafngreindum samtiðarmönnum, eins og þeir e r u eða hafa komið höfundinum fyrir sjónir. Að því leyti stingur hún mjög í stúf við flest eða jafnvel öll önnur skrif, sem sést hafa hér á landi um lifandi samtíðarfólk. Iíún er hvorki lof né last, heldur lætur hún fólkið lýsa sér sjálft með hugs- unum sinum, orðum og gerðum. En til þess að valda ekki að óþörfu hneykslunum, þá hef ég valið þann frásagnarhátt, að segja þetta flest eins og í góðlátlegu gamni, sem lesandanum er sjálfum ætlað að grilla í gegnum. í hvaða sambandi standa þessar endurminningar þínar við þá atburði, sem nú eru að gerast eða eru yfirvofandi? Fasista- herir gera innrás í hvert landið af öðru, Abessiníu, Spán, Ivína. Tortíming er leidd yfir saklausar og friðsamar þjóðir, Hið vold- uga lýðræðisríki, England, gerir bandalag við fasistaríkin og ætlar sér sinn hluta af bráðinni. Austurríki er selt í hendur fasismans. Vilji og réttur alþýðunnar er traðkaður i svaðið. Valdhafarnir gera sér kaldan leik að því, að misþyrma og tor- tíma lifi hennar, og sjálf stendur hún ráðvilt, tvistruð og svikin. 16

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.