Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 3
I. árg. 2. tbl. 1938.
MÁL OG MENNIN
Til félagsmanna.
Enn hefir Mál og menning vaxið a'ð félagatölu langt fram úr
þvi, er við gerðum ráð fyrir. Þegar síðasta hefti fór í prentun,
1. marz, voru félagsmenn 2(300. Við settum okkur þá það tak-
mark að ná félagatölunni 3000 fyrir 1. mai og 4000 fyrir 1.
desember í ár. En það var ekki einu sinni liðinn 1. mai, þegar
síðara takmarkinu var náð. Svo mikil var eftirspurnin eftir
1. bók ársins, Móðurinni eftir Gorki, að 4000 eintaka upplag
hennar seldist upp á nokkrum vikum.
Sumarstarfið.
í sumar hefir Mál og menning haft hljótt um sig út á við.
Þvi meiri áherzla liefir verið lögð á það að skipuleggja útgáfu-
starfið fyrir næstu ár. Ef bækurnar eiga að geta komið út reglu-
lega og eflir þeirri röð í efnisflokkum, sem við lielzt kjósum,
þá verður að velja þær og fá þær samdar með löngum fyrir-
vara. Við þurfum líka alltaf að hafa til bækur lil að fylla í
skörðin, ef aðrar bregðast, svo að útgáfan þurfi aldrei að tefj-
ast af þeim sökum. Við höfum í sumar leitað til sérfróðra manna
i ýmsum greinum, og höfum þegar loforð nokkurra ógætustu
fræðimanna um samningu rita, er ekki koma til útgáfu fyrr
en 1940—1941. En það er einmitt óhjákvæmilegt, að hugsa strax
fyrir útgáfunni svo langt fram í tímann. Þá höfum við gert
ráðstafanir um alla útgáfuna fyrir næsta ór, unnið að undir-
búningi og útgáfu bókanna í ár, og ennfremur að endurprent-
un allra þriggja bókanna, sem áður eru útkomnar hjá Máli og
menningu.
Vatnajökull, Rauðir pennar III og Móðirin I
eru allar i endurprentun. Allar myndaarkirnar i Vatnajökli
eru eins og áður prentaðar erlendis. Hefir treg yfirfærsla á
gjaldeyri orðið því valdandi, að prentun síðari útgáfunnar dróst
langt fram á sumar og er cnn ekki lokið. 2. útg. Rauðra penna
er aftur á móti fulllokið, og Móðirin er komin nokkuð áleiðis
í setningu. Við viljum láta allar bækurnar koma út samtimis,
1
nXLOCHEHNINO
l| |l