Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 16
smekk fyrir því aö leiða hingað framandi gesti, en um hitt þarf
ekki að fara í grafgötur, hvern vitnisburð erlendir menn kjósa
menningarsligi þjóðar, sem hefur helgasta stað lands sins i því-
líkri óvirðingu,
En ef við reyndum nú að bjarga Þingvöllum úr klóm alkóhól-
ista og annarra siðleysingja og gerðum þá aftur að stað, sem
væri samboðinn islenzkum almenningi! Ég sting upp á að vinir
siðmenningar á íslandi skeri upp herör gegn því virðingarleysi
og niðurníðslu, sem þessi höfuðstaður íslenskrar náttúru og is-
lenzkrar sögu hefir verið ofurseldur. Ég sting upp á þvi, að
Þingvellir séu friðaðir fyrir alkóhólistum. Ég sting upp á að
Þingvellir verði aftur gerðir að þingvöllum, samkomustað þjóð-
arinnar og öðru heimili. Við erum lýðræðisríki og þingræðis.
Fyrir utan sjálfl löggjafarþing okkar eru í landinu ýmis fé-
lög og stofnariir almennings, flokkar og hópar miklu ráðarídi
um ólikustu þjóðhagsmál og menningar. I lýðræðislandi hafa
almenn félög og sambönd, sem sameinast um ýmis verkefni
þjóðlífsins ekki síðra gildi en löggjafarþingið sjálft; eru meira
að segja í eðli sínu yfirboðarar þess. Ég sting upp á því, að
hinir ýmsu féiagsskapir þjóðarinnar leggist á eilt um að gera
Þingvelli að þingstað sínum á ný, stofni með sér samtök um
að láta reisa þar þinghöll, sem sé staðnum samboðin, með rúm-
góðum sölum og gistimöguleikum. Það virðist að vísu ekki bera
brýna nauðsyn til að gera Þingvelli að almennum gististað
ferðamanna, þar sem fjarlægðin til Reykjavíkur er nú farin
á klukkutíma, en samt er full ástæða til að búið sé svo í haginn
á þessum fræga stað, að nokkrir dvalargestir geti hafzt þar
við bæði á sumri og vetri við sæmilega aðbúð. Við eigum enn
ekkert sumarhótel, sem fullnægi skilyrðum, sem gerð eru til
þriðja flokks gistihúss á Norðurlöndum, hvað þá meira. Þing-
vellir mættu gjarna vera hið fyrsta, þar sem við gætum kinn-
roðalaust boðið erlendum gesti inn, án þess að þurfa sjálfir
að lúta lægri kröfum um híbýlakost en þeim, sem fátækur al-
menningur gerir heima hjá sér.
Af þeim félögum innanlands, sem mér þætti sennilegt að vildu
vinna Þingvelli á ný úr þessu ófremdarástandi og veita staðn-
um uppreisn, skal fyrst fræga telja stjórnmálaflokka landsins
og þau félög, sem tilheyra þeim, iþróttafélög, ungmennafélög,
kvenfélög, verklýðsfélög, samvinnufélög, stúdentafélög og mennta-
félög allskonar, presta-, kirkju- og trúarbragðafélög af ýmsu
tagi, búnaðarfélagið, góðtemplararegluna. Með samvinnu fjölda^
félaga og félagssambanda um land allt, framlögum eftir efnum
14