Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 27
afturhald og fasisma, samfelhla baráttu fyrir víðsýni og raun- sæi i bókmenntum og djörfung i hugsunarhætti. Líðandi stund er skemmtileg, tilþrifaleg og liressandi. Ég veit að margir fagna þvi, að fá nú ritgerðir Sigurðar saman á einn stað. Kr. E. A. Halldór Kiljan Laxness: Gerska æfintýrið. Þessi bólc ætlar að verða svo fljót í prentun, að hún verður að öllum líkindum komin út jafnsnemma og þetta hefti. Eg vil því grípa strax tækifærið að gefa mönnum dálitla hugmynd um hana. Ráðstjórnarríkin eru liið umþráttaða land. Fjöldi manna hef- ir tengt við þau hugmyndir um nýtt og betra iíf á jörðinni, aðr- ir vænta þaðan allra óheilla. Hvernig ræðst gátan Sovét-Rúss- land, hefir verið um undanfarin ár og er enn hið mikla efni, sem fjöldi fólks af öllu tagi þráir að komast að niðurstöðu um. Landið er fjarlægt og nærri innilukt. Ahnenningur á þaðan kost fárra bóka, þjóðin og málið er fjarskylt. Þar við bætist, að um ekkert land er jafnmiklu iogið, og það vita allir. Og þó reynt hafi verið að segja sannleikann, hljómar hann oft sem fárán- legust lygi, ef til vill sannleikur sundlandi talna eða fjarskyldra hluta, sem við eiguni engan samanburð við. Og verður þá allt jafn furðulegt eftir sem áður. Ég held þessi nýja bók Halldórs hljóti að verða til þess, að allar umræður og þráttanir um Sovétríkin fari fram á öðrum grundvelli en áður, án þeirrar takmarkalausu heiftar, sem tiðk- ast hefur og öfga á háða bóga. Rússland verður varla jafn hættu- legt umræðuefni og áður, ekki svo að menn missi allt vit og alla stillingu, þegar á það verður minnzt. Þetta liggur í því, að Halldór talar skiljanlegu mannlegu máli. Það er ekki „upp- bygging sósíalismans", risavaxin afrek í framkvæmdum 170 mill- jóna þjóðar, sem Halldór er að lýsa. Menn verða litlu fróðari um þau efni af bók hans. Öll athyglin beinist að fólkinu sjálfu, háttum þess, framkomu og útliti. Allt snýst um það fyrir höf- undinum að skilja hið rússneska fólk mannlegum skilningi, hvað Sem líður sósialisma og framkvæmdum. Það er fyrst og fremst skáldið Halldór Kiljan Laxness, sem skrifar þessa bók, skáld- ið, sem leitar inn að hjarta þess’ fólks, er hann lýsir, les hverja tilfinningu þess, lífshræringu og hugsun. Hér er komið á mann- legan grundvöll, þar sem allir geta fylgzt með. Hér liggja vegir skilnings frá manni til manns og varpa ljósi á ólik viðhorf og ólíkar aðstæður. Halldór er ekki að kynna okkur þjóðina af 25

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.