Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 19
leg bók fyrir þær niyndir, sem hún sýnir af aldarfari og mönn- um á þá leið, sem nú getur ekki framar að líta. Sigurður Einarsson'. H. K. Laxness: Höli sumarlandsins. (Heimskringla 1938). „Ljós heimsins“ kom á sinni tíð eins og dulúðug músik, ork- aði á skynfæri vor og tilfinningar eins og fíngerð tónlist, and- leg, fáguð og furðulega sjaldgæf. Það er víst vegna þessara eig- inleika, sem fjöldi manna botnaði ekkert i bókinni; þótti hún hvorki fugl né fiskur, ekki nógu breið sem skáldsaga, ekki nógu áróðurskennd; öðrum þótti hún of áróðurskennd. Enginn ritaði staf um liana í islenzk blöð, nema höfundur þessara lína. En í ummælum manna á meðal komu fram um hana öll þau sjón- armið, sem ekki á að viðhafa um bók; kröfur um að hún ætti að vera einhvernveginn allt öðru vísi en lnin var, þ. e. tært, ósvikið listaverk. — Það er leiðinlegt að fólk skuli ekki komast upp á að meta hækur með jafn hlutlægum skilningi á eðli þeirra eins og t. d. saltfisk og tilbúinn áburð. Og nú er framhaldið komið: Höll sumarlandsins, gerólik bók — ekki dulúðug fíngerð tónlist, — heldur situations-róman, at- burða skáldsaga í hinu vesæla þorpi, þar sem „eignin“ hefur komizt á flæking eins og húsbóndalaus hundur, og fólkið á eign- inni er ráðvillt og allslaust. Engin leið er að lýsa bók eins og Höil sumarlandsins í jafn stuttu máli og þessu. Mér finnst bókin framúrskarandi læsileg, en þó ekki rituð af jafn tiginni fágun eins og Ljós heimsins. Handbragðið ekki eins undursamlega glæsilegt. Og þó vitanlega haldið á öllum málsefnum af kunnáttu og karlmennsku. Höll sumarlandsins er framhald sögunnar um Ólaf Kárason Ljósvíking, saga nokkurra sumardaga í óborgaðri kaupavinnu á þessari makalausu eign. Annað er nú ekki um að vera. En í bókinni úir og grúir af kynlegu og sumpart æði afkáralegu fólki. Mér finnst ég þekkja það allt, liafa mætt því og átt með það að sýsla á ýmsum stundum æfinnar. Bókin verkar á mig eins og risavaxinn spegill, þar s'em ég sé raunir og bágindi, vesöld og afkáraskap þjóðar minnar. Um trúleika vissra frásagna og hóf- semi höfundarins, í meðferð þeirra, eins og t. d. andafundinum, get ég ekki dæmt, því að ég hefi aldrei getað orðið svo gin- keyptur fyrir hindurvitnum, að ég hafi orkað að sitja á anda- fundi. Hef haft alveg nóga raun af þeim, sem þaðan hafa kom- ið. En enga ástæðu sé ég til að efast um, að þar sé trúlega og hóflega með efni farið, þegar ég ber saman frásögn Halldórs

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.