Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 33
nefni, sem minna á klaustur og kirkju, menn og aldaranda; hæst gnæfir Skúlastytta. Mörg og viðamikil rök liggja að þvi, að Yiðey verði gerð að menningar- eða menntasetri á ný. Hér er ekki rúm að ræða málið ýtarlega. En komið í Viðey, hugleiðið málið og þér mun- uð sannfærast um, að þessi staður á að starfrækjast á einhvern hátt fyrir fjöldaheill. Viðey, 22. ágúst ’38. G. M. Magnúss. Þýzkt hervald á götum Reykjavíkur. Samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkurbæjar skulu þeir, er óska að stofna til hópgangna á götum bæjarins, fá til þess leyfi yfirvaldanna. Er það sjálfsögð skylda manna og fyrirhafnar- lítið, að útvega sér slíkt leyfi. Það var þvi ekki laust við, að friðsömum borgurum yrði starsýnt á atferli þýzkra hermanna af beitiskipinu „Emden“, sem statt var i Reykjavík dagana 8. —12. ágúst, er þeir að kveldi hins 9. gengu fylktu liði með for- ingja i fylkingarbrjósti og sungu hersöngva. Var þetta allt með hermannasniði. Urðu margir til að spyrja lögregluna, hvort þetta væri með hennar vilja og vitund gert. Það kynlega var, að foringi skipsins, sem sagt var að kæmi hér i „kurteisis- heimsókn“, hafði ekki haft fyrir þvi, að'spyrja hvort þetta væri leyfilegt. Þessar hersýningar Hitlersmanna endurtóku sig dag- ana 10. og 11. og fram á brottfarardag skipsins. Fóru þeir marg- ar ferðir á dag og sungu hersöng nazista „Horst Wessel-söng- inn“ („.... þegar Gyðingablóðið drýpur af kutanum líður mér bezt ....“) og aðra söngva honum lika. Blöð vinstri flokkanna í Reykjavik átöldu þetla athæfi og bentu á, að þetta væri liin freklegasta lítilsvirðing á sjálfstæði íslands og sýndi, að vald- hafarnir í Berlín teldu sig litlu skipta virðing og lög landsins. — Sagt er, að þeir hafi borið því við, að þetta væri venja þeirra, er þeir sæktu heim miður siðuð lönd, svo sem Sumatra og Java, þvi að „innfæddum" mönnum væri skemmtun að slíkum göng- um. — Þess má geta til samanburðar, að herskip annarra þjóða hafa ahlrei móðgað sjálfstæði landsins á þennan hátt. Eitt sinn munu frakkneskir sjóliðar hafa gengið fylktu liði i Reykjavík, en það var fyrir skemmstu, er þeir sóttu til íslands lík þeirra manna, sem fórust fyrir Mýrum á „Pourquoi pas?" ásamt dr. Charcot. Þótti engum mönnum tiltökumál, enda sýndu bæjar- búar hina fyllstu samúð sína. — Er þess að vænta, að slikar hersýningar þýzkra verði ekki leyfðar eftirleiðis. x. 31

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.