Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 24
við skildum: Það cr gaman að ljóðum og ákaflega skemmtilégt að vera hagorður, geta gert sæmilegar vísur og helzt að mæla þær af munni fram. Það léttir manni lifið, styttir stundirnar. Þetta, seni gamli maðurinn sagði, voru ekki nein ný eða há- fleyg sannindi, en ég fór að liugsa urn það, þegar hann var far- inn, að þessi maður naut kveðskapar svo hjartanlega, að eng- inn vafi var á því, að hann hafði létt honum lífið, og þó gerir hann auðheyrilega ekki miklar kröfur til þess, að hann sé kall- aður skáld, eða að farið sé um það orðum, að hann hafi vel vit á skáldskap. En rímur og lausavísur hafa bókstaflega hjálpað honum í lifsharáttunni og það svo vel, að ég veit varla glað- legri og skenuntilegri mann. Og er það ekki svo uni margan íslendinginn, að hann liefir óhlandna ánægju af vel gerðum vísum og kvæðum? Ef til vill af þvi að hann fæst eitthvað við að yrkja sjálfur, kannske i laumi, svo að enginn eða fáir hafa hugmynd um það, eða hefir orðið fyrir áhrifum i þessa átt, af því að vera' með ljóðelsku fólki. Og þetta eru ekki einungis gamlir menn, aldir upp við rímur, þegar lítið var um dægrastyttingar. Ungt fólk i öllum stéttum og ýmsum stöðum er sama sinnis, þótt ekki sé talað liátt um það á götum úti eða almennum mannfundum. Fjöldi íslendinga elskar fögur Ijóð og fær aldrei nóg af þeim. Og það er gott vegna tungu vorrar og málsmekks, að svo verði lengi með þjóð vorri. 2. Þessu var ég að velta fyrir mér, þegar ég las í annað sinn síð- ustu bók Jóhannesar úr Köllum: Hrímhvíta móðir. Margar ljóða- bækur koma út liér á landi í seinni tíð, og þar er ekki allt þess vert, að það sé lesið, hvað þá meira! En ljóðabók effir þennan höfund cr gleðiefni. Maður veit það fyrirfram, að kvæð- in muni vera vel ort; engin smíðalýti og ekkert flausturshand- bragð á fráganginum. Spurningin er aðeins þessi: Um livað yrkir hann núna? Það verður gaman að sjá, hvað liann hefir að segja, og hvernig hann gerir það. í þetta sinn eru það ekki einstök Ijóð, sitt úr hverri áttinni. Það eru söguljóð; hlaðað í æfisögu þjóðarinnar, staldrað við og hugsað um merka viðburði, þau spor, sem skilja eftir gleggstu förin á göngu mannanna á landi voru. .... Það er minningin klökk um rnæður og feður og þeirra stríð. .... Og það er sem aldirnar inn í mig svífi með ódauðleg frækorn úr slokknuðu lífi. 22

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.