Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 21
veitulán í öðrum löndum og fá það með hefðarkjörum. Mætti
af þessu ætla, að Guðmundur væri löglega undanþeginn. því, að
yrkja fögur ljóð eða leggja hinum fátæklegu bókmenntum Is-
lands nýstárleg og stórfengleg skáldverk.
En það liggur ekki við að Guðmundur fari almanna götur í
þessu. Eftir því sem árin færast yfir hann og annir hins borg-
aralega lífs 'verða meiri, verður hann mikilvirkari og merkilegri
rithöfundur. Og það ætla ég að sé skrumlaust mál, að með þess-
ari síðustu bók sinni, Sturlu i Vogum, hefur Guðmundur ekki
einungis skrifað merkilegustu bók sína, heldur og bók, sem er
stórum eflirtektarverð i bókmenntum okkar, og fullkomlega oka-
tæk á mælikvarða hvaða bókmenntaþjóðar sem er.
Sturla í Vogum er sagan um drenginn, sem alinn er upp á
sveit. Einhvernveginn hafa örlögin gefið honum í vöggugjöf ó-
drepandi j>rek og manndóm, sem hið versta uppeldi hefur ekki
getað drepið úr honum. Hann verður einyrkjabóndi i Vogum,
notadrjúgri jörð til lands og sjávar, og berst áfram við öfund
og fjandskap mannanna og óblíðu náttúrunnar af dæmafárri karl-
mennsku. Undir þessu hrjúfa yfirborði cr heit og viðkvæm mann-
lund. Hann elskar konuna sína, litlu umkomulausu telpuna, sem
hann hafði hjálpað í erfiðri raun á drengjaárum sinum, en sem
nú reynist honum hin ómetanlega hjálparhella í öllum mann-
raunum, og uppspretta heitrar dulinnar gleði, sem streymir i
gegn um allt líf hann og gegnumvermir það. En hann missir
þessa konu, með hörmulegustu atvikum, missir hlöðurnar sinar,
missir heyið sitt, missir tiltrú mannanna fyrir óþjálni sína og
öfund illra manna. En Sturla lætur ekki bugast. Hann er ís-
lenzkur einhyggjumaður, liyggur sér allt fært og á aðeins eitt
boðorð: að gefast aldrei upp, bogna aldrei, biðja aldrei um neitt.
Og Sturla biður aldrei um neitt. En lífið kennir honum að þiggja.
Hann lærir að lokum þá erfiðu lexíu, að þiggja vinarhug og
greiðasemi mannanna, þiggja aðstoð þeirra. Einhyggjumanninum
karlmenninu Sturlu í Vogum verður það að lokum ljóst, að það
er ekki líft í þessum heimi án mannanna. Samlijálpin, samtökin
eru honum i bókarlok éins og óljóst markmið, sem hann að-
eins eygir, úrræði sem kann að duga, þegar jafnvel ])reki hins
sterkasta er ofboðið.
í bókinni er fjöldi af aukapersónum, öllum vel gerðum og svo
yndislegar lýsingar á börnum, að ég minnist varla að hafa les-
ið aðrar fegurri. Ógleymanlegir eru barnið Doddi og gamli mað-
urinn Björn í Vogum, sem talar mál, sem að vísu hefur verið
til á vörum íslenzkra alþýðumanna, en enginn hefur bókfest
1 9