Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 10
væri kostnaðarsamt verk og heimtar geysilega vinnu, sérstak- lega vegna þess, hve allt innlent efni er órannsakað. Það heimt- ar starf margra sérfróðra manna, liá ritlaun, fastan ritstjóra i nokkur ár. Það væri óneitanlega eitt liið mesta nytsemdar- verk, að koma út svona riti á íslenzku á næstu árum, en ekki er samt hugsanlegt, nema með þvi meiri vexti Máls og menn- ingar, að heilt bindi svona rits geti verið eitt af sex bókum félagsins um sex ára bil, án einhvers aukagjalds. Mannkynssaga. Annað nauðsynjaverk, er til mála kemur að gefa út, er mann- kynssaga. Alfræðirit eru til þess að hafa við höndina og fletta upp í þeim, en ekki til að lesa i samhengi. Þau eiga að geta veitt mönnum fróðleik um allt miili himins og jarðar, en þau vekja ekki með samfelldum lestri heildarskilning á lífinu. Það gerir aftur á móti sagan, ef hún er vel skrifuð. Fátt er jafn menntandi og hún. Ég á ekki við gamaldags mannkynssögu með upptalningum á kóngum og styrjöldum og ártölum, heldur sögu, er lýsir framvindu tækninnar og menningarinnar með hverri þjóð og öld, varpar Ijósi yfir baráttu og framþróun mannlífsins á jörðinni. Það ætti að vera viðráðanlegt fyrir Mál og menn- ingu, að gefa út slíka mannkynssögu. Þetta þyrfti reyndar að vera ítarlegt og vandað verk, nokkur bindi með fjölbreyttum myndum, en sú útgáfa væri ekki líkt þvi eins kostnaðarsöm og útgáfa alfræðiritsins. Bókmenntasaga. Hliðstætt við þetta verk væri bókmenntasaga þjóðanna, m. k. yfirlit um ákveðið timabil. Hlutverk hennar væri að sýna, hvern- ig bókmenntastefnur koma upp og þróast, skýra einstök skáld og snilldarverk í Ijósi þessarar heildarþróunar, svo að menn sjái, hvernig allt þetta vex og blómgast, hrörnar á einum stað, sprettur að nýju annars staðar, en rís einlægt hærra i nýjum og nýjum myndum. Það er i rauninni hart, að íslendingar, sem öldum saman hafa iðkað bókmenntir af jafn heitri alúð, slculit aldrei hafa eignazt samfellda sögu erlendra bókmennta. Er við hugsum t. d. til hins mikla og nytsama starfs Georgs Brandes með Dönum, þá svíður okkur enn sárar, að eiga ekkert sam- bærilegt. Skipun efnisflokka hvert ár. Það er ekkert álitamál, að strax á næstu árum verður Mál 8 I

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.