Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 22
nema Guðmundur Hagalin. Og úr þvi minnzt er á mál, þá er
ekki nema sjálfsagt að geta þess, að hin safarika vestfirzka Guð-
mundar Hagalin angar í gegnum alla þessa bók, mál Kristrúnar
í Hamravík og þessa fólks, sem Guðmundur Ilagalin einn virð-
ist þekkja íslenzkra höfunda, en er þó eins satt og trútt eins
og fólkið, sem býr á Laugaveginum eða suður í Ilafnarfirðin-
um, en lalar ekki með nálægt því eins miklum töfrum.
Fyrir allt þetta hafi Guðmundur Hagalín þökk og umfram allt
skrifi fleiri bækur.
Sigurður Einarsson.
Geir Jónasson: Ungmennafélög íslands 1907—1937.
Minningarrit.
Um þessar mundir er að berast á bókamarkaðinn merkilegt
rit. Það er minningarrit um 30 ára starfsemi ungmennafélag-
anna á íslandi, eftir Geir Jónasson, magister, á Akureyri.
Ungmennafélögin, og samband þeirra, U.M.F.Í., hafa átt svo
drjúgan þátt í viðreisnarbaráttu og menningarsókn þjóðarinnar
síðustu áratugina, að saga þessara samtaka er í raun og veru
jafnframt saga liinnar þjóðlegu framsóknar í landinu á þessu
timabili. Það voru nefnilega ungmennafélögin, sem á fjölda
mörgum sviðum lögðu til hugsjónirnar og æskuþróttinn, efldu
framkvæmdaþrekið og ólu upp forystumennina.
Minningarritið er starfssaga félaganna, endurminningar braut-
ryðjendanna, sem mótuðu félögin og mörkuðu þeim stefnu. For-
mála skrifar liinn þekkti og ötuli forystumaður U.M.F.Í. Aðal-
steinn Sigmundsson kennari. Þá hefjast minningargreinar eftir
ýmsa kunna ungmennafélaga, eldri og yngri, og yrði oflangt
mál að þylja nöfn og efni greinanna. En hinn rauði þráður, sem
þar er gegn um gangandi, er ljós meðvitund höfundanna um
þann þátt, sem félagsstarfsemi æskunnar i U.M.F.Í. hefur átt í
þvi að vekja ungu kynslóðina í landinu til markvissrar starf-
semi að velferðarmálum lands og þjóðar.
Næsti kafli ritsins er um brautryðjandastarf fyrsta ungmenna-
félagsins á íslandi, U.M.F. Akureyrar. Það markaði fyrst stefn-
una, sem síðar varð höfuðstefna félaganna um land allt, eins
og greina má af þeim kafla ritsins, sem fjallar um sambands-
málin sérstaklega, en það er langt mál og skemmtilegt aflestrar.
Kaflarnir í ritinu um „Söguágrip einstakra félaga“ og „Al-
efling einstaklingsins“ taka langt rúm, enda er þar dregið sam-
an hið helzta úr starfi liinna merkari sambandsfélaga. Og sú
frásögn gefur glöggt til kynna, að starfsemi ungmennafélag-
20