Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 7
Tímaritið litla er, eins og áður, látið fylgja með bókunum ókeypis til allra fólagsmanna. Eru menn beðnir að veita þvi góða athygli. Það er ennþá fátæklegt að búningi, en getur mjög bráðlega með vexti félagsins orðið myndarlegt tímarit, sem félagsmenn vildu sízt vera án. Það ætti enginn félagsmaður að láta ritið glat- ast, því að seinna getur það orðið mjög verðmætt. Af heftinu i vetur er ekkert eintak til. Þegar bækur Máls og menningar fara að koma út reglulega sex sinnum á ári, þá hafa félags- menn áður en þeir vita af, eignazt ókeypis tímarit, sem kemur út annan hvern mánuð. Þeir ættu því strax að sýna þessum litlu heftum þá rækt, ekki einungis að varðveita þau, heldur senda þeim efni, fyrirspurnir, tillögur og atliugasemdir. Ivristinn E. Andrésson. Framtíðarstapfsemi Máls og menningap. í þessari grein vil ég ræða við félagsmenn um tilhögun út- gáfunnar, verkefnin fram undan, hókavalið og starfsemi félags- ins almennt. Á örstuttum tíma hefir Mál og menning komizt á fastan fjár- hagslegan grundvöll, það er að segja félagatalan er orðin svo há, að útgáfa sex tíu arka bóka, eins og ráðgerð var i upphafi, hlýtur að vera örugg, ef ekki bregzt tryggð félagsmanna eða einhverjir ófyrirsjáanlegir atburðir koma fyrir. Það er því ekki lengur um óvissa lifsbaráttu frá ári til árs að ræða, heldur fram- tiðarstarfsemi, sem hægt er að skipuleggja fyrir langan tíma. í fyrstu þótti okkur sex bækur á ári vera mikil útgáfa. En þegar farið er að velja bækurnar og skipa efnisflokkunum nið- ur, þá finnst mönnum strax ekkert komist að í svo fáum bók- um, þetta aldrei ganga, sem við ætlumst fyrir, það þurfi fjölda ára, áður en Mál og menning geti leyst þau verkefnin, sem mest kalla að hjá félaginu. Ársrit félagsins. Mál og menning kemst ekki af án rits', er fylgist árlega eitt- hvað með þvi helzta, sem gerist í bókmenntum og menningar- málum samtímans, innlendis og erlendis. Þetta á að vera hlut- 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.