Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 18
ur í sama móti og S'within Forsyte, en bróðir hans er and-
stæ'ðan, tilfinningamaðurinn og sveimjhuginn, sem reynist þó
siðferðilega þroskaðri að lokum.
Efnið er í rauninni líkt í báðum sögunum: áreksturinn hinn
sami. Swithin og Keith eru báðir máttarstoðir þjóðfélagsins, full-
ir af hleypidómum stéttar sinnar og fullvissir um helgi viður-
tekinna venja og þess skipulags, sem hefur álið þá. En hvor-
ugur er hræsnari. Þeir eru sannfærðir um réttmæti skoðana
sinna og geta þess vegna ekki breytt öðruvísi en þeir gera í
viðureign sinni við andstæð og þeim lítt skiljanleg öfl, sem eiga
sér engan rétt í vel skipulögðum heimi þeirra.
Jón Magnússon.
Þórbergur Þórðarson: íslenzkur aðall. (Heimskr. 1938).
Þessi bók er að því leyti einstök i öllum bókmenntum íslend-
inga, að liún lýsir fyrirbrigði, sem ekki hefur áður hlotið neina
tjáningu í íslenzkum bókum — bohéme-lífinu — útigangi sér-
viturra manna, skálda, námsmanna, listamanna og almennra
drykkjuræfla, utan við hið formhelgaða þjóðfélagslíf.
Þessi „Bohéme“ var hér lil um skeið, einmitt á þeim tíma,
er Þórbergur lýsir, en síðan ekki. Kreppan, harðnandi lífsbar-
átta, vaxandi raunsæi, aldarandi hinnar eldri rómantísku, murk-
aði úr öllu þessu lífið á árunum frá 1919—1929. Og nú eru flest-
ir útigangsmennirnir komnir undir græna torfu, sumir sem þjóð-
kunn skáld, aðrir sem nafnlausir auðnuleysingjar, af því að þeirra
skerfur til þessa útilegumannasamfélags var fremur jaðarlæg-
ur. Hann var ekki fólginn í stórum sýnum, andríki og hugsjón-
um, heldur því að vera góður aðstoðarmaður og félagi á meðan
ölið var á könnunni. Aðrir eru nú orðnir sæmdarborgarar i þessu
þjóðfélagi eða öðrum, af því að innan um alla útigangsmennsk-
una og virðingarleysið fyrir borgaralegu þjóðfélagi, gæðum þess
og metorðum, fólst þó i þeim bfurtítill neisti af þrá eftir þessu
öllu, ásamt hæfileikanum til að klófesta það.
Þórbergur segir frá lífi þessara manna, tali þeirra, ástum, hug-
sjónum og viðfangsefnum á alveg dæmalaust skemmtilegan hátt.
Og svo segir hann ógleymanlega ferðasögu sjálfs sin norðan af
Siglufirði og landveg gangandi norðan af Ströndum til Reykja-
vikur. En þennan rokna krók lagði liann á sig til að sjá „elsk-
una sína“. En þegar til kom hafði hann ekki kjark iil að sjá
„elskuna" og labbaði framhjá. Sennilega er óhætt að óska henni
til hamingju með það. Þeir voru ekki röskir biðlar, þessir pilt-
ar, þó að mikið væri hugsað um ástir. Skemmtileg bók, og merki-
16