Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Blaðsíða 25
Þetta segir skáldið i upphafsljóði sínu: Söguhetjur íslands.
Og í Vestmenn er þetta erindi:
Þeir feta og skima um fylgsni og rauf,
en feril yargsins hvergi sjá. —
í fauskum skrjáfar, skelfur lauf,
og skuggar tíu elta þá.
Og fyrr en varir flýgur steinn,
og folcsnöggt vopni brugðið er.
Þeir hnigu í rjóðrin einn og einn,
— i undrun dauðans bylta sér.
Skógarmaður er ákaflega áhrifamikið kvæði.
Þungt á fletið fallast lætur
fjallabúinn, — tautar rær,
fálmar eftir faðmi, grætur,
fleygir sér á grúfu, lilær.
Einn um daga, einn um nætur,
— allt það sama í dag og gær.
í Tveir bræður er þetta erindi:
Friðsaman fuglinn við kjósum
fremur en útlendan her.
— Grunsöm hjá Gvendi bróður
gjafmildin stundum er.
Þeir auðugu svíkja allir,
— en alþýðan fylgir mér.
Eigi skal höggya er geysimikið kvæði, formfast og sterkt í
áhrifum.
.... En það er tilgangsiaust að telja; bókin er öll svona út
í gegn, eitthvað við flest kvæðin og ekkert af þeim iélegt.
Og þegar lestrinum er lokið, þakkar maður i huganum og
fer að hlakka tii næstu bókar eftir Jóhannes úr Kötlum.
Jón H. Guðmundsson.
Jóhannes úr Kötlum: Fuglinn segir .... (Heimskr. 1938).
Þegar Jóhannes úr Kötlum gaf út „Jólin koma“ 1932, og
„Ömmusögur" árið eftir, eignaðist hann marga aðdáendur meðal
æskulýðs landsins. Börn og unglingar tóku fagnandi hinum gömiu
þjóðsögnum, sem skáldið færði í léttan Ijóðabúning. Nú sendir
Jóhannes æskulýðnum dálitla bók i óbundnu máli. Það eru
þrjár fuglasögur: Lítill lómur, Vísindalegar rannsóknir og Ung-
inn eini. Segir þar i ævintýraformi frá lifnaðarháttum fugla
og nábýli þeirra við mennina. Höf. þekkir auðsjáanlega það, sem
23